Ekki byrjuð inni ennþá 1. nóvember 2011 00:01 Margrét Ýr, Ómar og Salka litla í ljósaskreyttum garðinum. „Jólin hafa alltaf verið uppáhaldstími ársins hjá mér, en foreldrar mínir eiga bæði afmæli á aðfangadag,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir, sem þegar er búin að koma upp jólaljósunum í garðinum heima hjá þeim Ómari Valdimarssyni og Sölku, þriggja ára dóttur þeirra. „Ég hef fengið svolítið að ráða jólahaldinu, það er ekki annað hægt þegar maður elst upp við svona mikil jól,“ bætir hún við og minnist æskujólanna með blik í augum. „Það var alltaf haldið jólaafmæliskaffi á aðfangadagsmorgun heima og vinir og fjölskylda streymdi að. Ég þurfti aldrei að bíða eftir jólunum, aðfangadagur leið hratt.“ Margrét lætur skreyta leiktækin í garðinum, tré og stigahandrið svo eftirtekt vekur hjá þeim sem eiga leið hjá. „Ég fæ Garðlist til að setja ljósin upp. Við erum reyndar óvenju snemma á ferðinni núna með ljósin, við eigum von á barni í desember svo ég vildi vera búin að koma þeim upp. Það er líka svo fallegt að hafa ljósin úti þegar orðið er svona dimmt,“ segir hún. „Við erum þó ekki farin að skreyta inni ennþá,“ bætir hún við hlæjandi og viðurkennir að þau skreyti mikið. „Það er alltaf voða jólalegt hjá okkur. Við sækjum líka lifandi jólatré í Heiðmörk og skreytum það. Við höfum varið jólunum til skiptis hjá foreldrum okkar, en bróðir Ómars á líka afmæli á aðfangadag.“ Þegar blaðamaður spyr hvort litla barnið sem er væntanlegt verði kannski fjórði fjölskyldumeðlimurinn sem fæðist á aðfangadag segist Margrét ekki reikna með því, hún sé sett snemma í desember. „Ég er hálf fegin,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er alveg nóg.“ heida@frettabladid.is Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Uppruni jólasiðanna Jól Aðventa fyrir prinsessur Jólin Litlar jólakringlur Jólin Ein ómerkileg setning Jól Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Ávallt risalamande Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Brekkur til að renna sér í Jólin
„Jólin hafa alltaf verið uppáhaldstími ársins hjá mér, en foreldrar mínir eiga bæði afmæli á aðfangadag,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir, sem þegar er búin að koma upp jólaljósunum í garðinum heima hjá þeim Ómari Valdimarssyni og Sölku, þriggja ára dóttur þeirra. „Ég hef fengið svolítið að ráða jólahaldinu, það er ekki annað hægt þegar maður elst upp við svona mikil jól,“ bætir hún við og minnist æskujólanna með blik í augum. „Það var alltaf haldið jólaafmæliskaffi á aðfangadagsmorgun heima og vinir og fjölskylda streymdi að. Ég þurfti aldrei að bíða eftir jólunum, aðfangadagur leið hratt.“ Margrét lætur skreyta leiktækin í garðinum, tré og stigahandrið svo eftirtekt vekur hjá þeim sem eiga leið hjá. „Ég fæ Garðlist til að setja ljósin upp. Við erum reyndar óvenju snemma á ferðinni núna með ljósin, við eigum von á barni í desember svo ég vildi vera búin að koma þeim upp. Það er líka svo fallegt að hafa ljósin úti þegar orðið er svona dimmt,“ segir hún. „Við erum þó ekki farin að skreyta inni ennþá,“ bætir hún við hlæjandi og viðurkennir að þau skreyti mikið. „Það er alltaf voða jólalegt hjá okkur. Við sækjum líka lifandi jólatré í Heiðmörk og skreytum það. Við höfum varið jólunum til skiptis hjá foreldrum okkar, en bróðir Ómars á líka afmæli á aðfangadag.“ Þegar blaðamaður spyr hvort litla barnið sem er væntanlegt verði kannski fjórði fjölskyldumeðlimurinn sem fæðist á aðfangadag segist Margrét ekki reikna með því, hún sé sett snemma í desember. „Ég er hálf fegin,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er alveg nóg.“ heida@frettabladid.is
Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Uppruni jólasiðanna Jól Aðventa fyrir prinsessur Jólin Litlar jólakringlur Jólin Ein ómerkileg setning Jól Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Ávallt risalamande Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Brekkur til að renna sér í Jólin