Stjarnfræðilegar vinsældir lélegustu hljómsveitar heims 17. nóvember 2011 21:30 Chad Kroeger, söngvari Nickelback, hefur ástæðu til að brosa. Hljómsveit hans er gríðarlega vinsæl þó að gæði tónlistarinnar séu umdeild. Nordicphotos/Getty Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira