Rangfærslur Þórður Snær Júlíusson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Nokkrir þingmenn og áberandi álitsgjafar hafa farið mikinn í gagnrýni á að hluti af auknum innheimtum Arion og Íslandsbanka renni til þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Undirtónninn er sá að ríkið hafi glutrað niður tækifæri til að færa niður skuldir heimila og þess í stað gert vogunarsjóði sem keypt hafi 60% allra krafna á slikk stjarnfræðilega ríka. Þetta eru rangfærslur. Annaðhvort eru þær settar fram meðvitað eða af fullkominni vanþekkingu. Samkvæmt gjaldþrotalögum „eiga" kröfuhafar allar eignir fyrirtækja sem fara á hausinn. Við fall íslensku bankanna voru hins vegar sett neyðarlög sem í fólst eignaupptaka. Ríkið tók stóran hluta af innlendum eignum og færði með handafli inn í nýja banka. Erlendar, og vondar innlendar, eignir voru skildar eftir í þrotabúunum. Þetta var frábært fyrir Ísland. Kröfuhafar voru á hinn bóginn, eðlilega, ekkert sérlega kátir með þessa fordæmalausu aðgerð. Enda áætla þeir að tap þeirra vegna íslenska hrunsins sé um 7.500 milljarðar króna. Til viðbótar ætlaði ríkið að leggja Arion og Íslandsbanka til 185 milljarða króna af skattpeningum okkar í nýtt eigið fé. Þeir áttu síðan að gefa út skuldabréf upp á 595 milljarða króna til þrotabúanna vegna eignanna sem þeir tóku. Síðla árs 2009 var samið um að þrotabúin myndu eignast bankana tvo. Í staðinn myndu þeir sleppa við að borga ofangreind skuldabréf. Samhliða var samið um að hluti af aukinni innheimtu ákveðinna lána rynni beint aftur til þrotabúanna. Hjá Arion var um 40 stærstu lán bankans að ræða. Hjá Íslandsbanka var samið um lágt grunnvirði ákveðinna eigna og að kröfuhafarnir fengju hlut í allri viðbótarinnheimtu. Endurmat á þessum eignum hefur hækkað virði þeirra um rúmlega 100 milljarða króna. Um 80% þeirrar upphæðar hafa síðan runnið til þrotabúanna. Um aukið virði lána til fyrirtækja er að ræða, oft eftir fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. Engin þeirra lána sem þarna voru undir eru húsnæðislán. Þessar aðgerðir hafa sparað íslenskum skattgreiðendum vel á annað hundrað milljarða króna í lægra eiginfjárframlagi auk þess sem þær hafa komið í veg fyrir málsóknir kröfuhafa á hendur ríkinu vegna eignaupptökunnar. Gott gengi bankanna skilar sér líka í virðisaukningu á hlut ríkisins í þeim, sem skilar sér í meiri peningum í ríkiskassann, sem skilar sér í aukinni velferð á Íslandi. „Gróði" þrotabúanna er því ekki andhverfa þess að hægt sé að nýta svokallað svigrúm til leiðréttinga á skuldum heimila, eins og iðulega er haldið fram. Annað tengist hinu ekki á nokkurn hátt. Um 65% af íbúðalánum heimilanna enda hjá Íbúðalánasjóði. Það eru ekki vondir vogunarsjóðir sem eiga hann, heldur íslenskir skattgreiðendur. Helstu kröfuhafar sjóðsins eru síðan íslenskir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu almennings. Annar hvor þessara aðila, sem eru að mestu sami hópurinn, þarf að borga fyrir allar almennar leiðréttingar á húsnæðislánum. Það er ábyrgðarhluti að vaða út á vígvöll opinberrar umræðu án þess að hafa kynnt sér staðreyndir mála. Það er sjálfsögð krafa almennings til þingmanna að þeir haldi ekki á lofti staðleysum í málflutningi sínum. Að endurtaka vitleysu nógu oft gerir hana nefnilega ekki að sannleika. Skiptir þar engu þótt hún henti vel til atkvæðaveiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun
Nokkrir þingmenn og áberandi álitsgjafar hafa farið mikinn í gagnrýni á að hluti af auknum innheimtum Arion og Íslandsbanka renni til þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Undirtónninn er sá að ríkið hafi glutrað niður tækifæri til að færa niður skuldir heimila og þess í stað gert vogunarsjóði sem keypt hafi 60% allra krafna á slikk stjarnfræðilega ríka. Þetta eru rangfærslur. Annaðhvort eru þær settar fram meðvitað eða af fullkominni vanþekkingu. Samkvæmt gjaldþrotalögum „eiga" kröfuhafar allar eignir fyrirtækja sem fara á hausinn. Við fall íslensku bankanna voru hins vegar sett neyðarlög sem í fólst eignaupptaka. Ríkið tók stóran hluta af innlendum eignum og færði með handafli inn í nýja banka. Erlendar, og vondar innlendar, eignir voru skildar eftir í þrotabúunum. Þetta var frábært fyrir Ísland. Kröfuhafar voru á hinn bóginn, eðlilega, ekkert sérlega kátir með þessa fordæmalausu aðgerð. Enda áætla þeir að tap þeirra vegna íslenska hrunsins sé um 7.500 milljarðar króna. Til viðbótar ætlaði ríkið að leggja Arion og Íslandsbanka til 185 milljarða króna af skattpeningum okkar í nýtt eigið fé. Þeir áttu síðan að gefa út skuldabréf upp á 595 milljarða króna til þrotabúanna vegna eignanna sem þeir tóku. Síðla árs 2009 var samið um að þrotabúin myndu eignast bankana tvo. Í staðinn myndu þeir sleppa við að borga ofangreind skuldabréf. Samhliða var samið um að hluti af aukinni innheimtu ákveðinna lána rynni beint aftur til þrotabúanna. Hjá Arion var um 40 stærstu lán bankans að ræða. Hjá Íslandsbanka var samið um lágt grunnvirði ákveðinna eigna og að kröfuhafarnir fengju hlut í allri viðbótarinnheimtu. Endurmat á þessum eignum hefur hækkað virði þeirra um rúmlega 100 milljarða króna. Um 80% þeirrar upphæðar hafa síðan runnið til þrotabúanna. Um aukið virði lána til fyrirtækja er að ræða, oft eftir fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. Engin þeirra lána sem þarna voru undir eru húsnæðislán. Þessar aðgerðir hafa sparað íslenskum skattgreiðendum vel á annað hundrað milljarða króna í lægra eiginfjárframlagi auk þess sem þær hafa komið í veg fyrir málsóknir kröfuhafa á hendur ríkinu vegna eignaupptökunnar. Gott gengi bankanna skilar sér líka í virðisaukningu á hlut ríkisins í þeim, sem skilar sér í meiri peningum í ríkiskassann, sem skilar sér í aukinni velferð á Íslandi. „Gróði" þrotabúanna er því ekki andhverfa þess að hægt sé að nýta svokallað svigrúm til leiðréttinga á skuldum heimila, eins og iðulega er haldið fram. Annað tengist hinu ekki á nokkurn hátt. Um 65% af íbúðalánum heimilanna enda hjá Íbúðalánasjóði. Það eru ekki vondir vogunarsjóðir sem eiga hann, heldur íslenskir skattgreiðendur. Helstu kröfuhafar sjóðsins eru síðan íslenskir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu almennings. Annar hvor þessara aðila, sem eru að mestu sami hópurinn, þarf að borga fyrir allar almennar leiðréttingar á húsnæðislánum. Það er ábyrgðarhluti að vaða út á vígvöll opinberrar umræðu án þess að hafa kynnt sér staðreyndir mála. Það er sjálfsögð krafa almennings til þingmanna að þeir haldi ekki á lofti staðleysum í málflutningi sínum. Að endurtaka vitleysu nógu oft gerir hana nefnilega ekki að sannleika. Skiptir þar engu þótt hún henti vel til atkvæðaveiða.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun