Aðventudrykkir að ítölskum sið 1. nóvember 2011 00:01 Heitt ekta súkkulaði Heitt súkkulaðiTinna Jóhannsdóttir og Ben Stanley James Cockerill, kaffibarþjónn á Kaffifélaginu.Fyrir tvoÉg nota tvenns konar súkkulaði þegar ég útbý heitt súkkulaði. af gömlum vana nota ég síríus, en aðrar tegundir eru eflaust ágætar líka. 70% súkkulaðið gefur aukakraft og dýpt sem mér finnst ekki nást ef notað er eingöngu Konsúm eða annað sambærilegt.300 ml nýmjólk 10-12 bitar Siríus Konsúm 5-6 bitar Síríus 70%Þegar ég geri fáa bolla finnst mér best að þeyta mjólkina og súkkulaðið saman með cappuccino-stútnum á espresso-vélinni minni því þá verður drykkurinn léttari. Annars nota ég súkkulaðipottinn hennar ömmu sem ég fékk fyrirfram í arf. Borið fram með þeyttum rjóma og skreytt með kakódufti. Súkkulaði StanleySúkkulaði Stanley er léttari útgáfa af Mokka eða Sviss Mokka; súkkulaðiblandað kaffi þar sem kaffihlutinn er lítill americano. Stanley er nefndur í höfuðið á föður sínum, mági mínum, Benley James Cockerill matargati og -gúrú.Einfaldur ítalskur espresso (2,5 cl) 2,5 cl heitt vatn 10 cl heitt súkkulaði (sama uppskrift og að ofan) rjómi eftir smekk Jóladrykkurinn í ár - Chai latte fyrir tvoÉg er ekki mikil temanneskja en fæ mér það þó stundum, sérstaklega ef fingurnir duga ekki til að telja kaffibolla dagsins... Ég laga Chai úr teblöndu sem ég kaupi hjá Österlandsk tehus í Kaupmannahöfn og læt sírópið alveg eiga sig. Þar kenndu mér tesérfræðingar að Chai sé annsi dramatískt te; bæði er notað um það bil tvöfalt magn af tei og svo er það látið trekkja tvisvar sinnum lengur. Uppistaðan er svart indverskt te sem er kryddað með kanil, negul og ýmsum unaðskryddum sem ég kann ekki aðnefna. Ég veit að það fæst líka í pokum en ég hef ekki smakkað það.Til að laga 200 ml af tei nota ég 4-5 g af tei(u.þ.b. 2 teskeiðar) og læt trekjja í um það bil tíu mínútur. Svo bæti ég við 50-100 ml af mjólk, eftir því hvað ég vil hafa það sterkt, hita allt saman og þá kemur cappuchinostúturinn sterkur inn. Hellt í tvö glös og sætt með hrásykri eða hunangi ef vill. Birta - Krapísdrykkur og vinkona BensBirta - Krapísdrykkur og vinkona BensÍ Birtu notum við:góða lúku af klaka slettu af mjólk teskeið af grófum hrásykriAllt mulið saman í blandara svo úr verði mjólkurkrap (slabb!) sem mokað er í glas. Yfir krapið er lagaður einn ítalskur espresso. Borðað með skeið og restin soguð upp með röri. Jólamatur Mest lesið Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Sakna ástvina, malts og appelsíns Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum Jól Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin
Heitt súkkulaðiTinna Jóhannsdóttir og Ben Stanley James Cockerill, kaffibarþjónn á Kaffifélaginu.Fyrir tvoÉg nota tvenns konar súkkulaði þegar ég útbý heitt súkkulaði. af gömlum vana nota ég síríus, en aðrar tegundir eru eflaust ágætar líka. 70% súkkulaðið gefur aukakraft og dýpt sem mér finnst ekki nást ef notað er eingöngu Konsúm eða annað sambærilegt.300 ml nýmjólk 10-12 bitar Siríus Konsúm 5-6 bitar Síríus 70%Þegar ég geri fáa bolla finnst mér best að þeyta mjólkina og súkkulaðið saman með cappuccino-stútnum á espresso-vélinni minni því þá verður drykkurinn léttari. Annars nota ég súkkulaðipottinn hennar ömmu sem ég fékk fyrirfram í arf. Borið fram með þeyttum rjóma og skreytt með kakódufti. Súkkulaði StanleySúkkulaði Stanley er léttari útgáfa af Mokka eða Sviss Mokka; súkkulaðiblandað kaffi þar sem kaffihlutinn er lítill americano. Stanley er nefndur í höfuðið á föður sínum, mági mínum, Benley James Cockerill matargati og -gúrú.Einfaldur ítalskur espresso (2,5 cl) 2,5 cl heitt vatn 10 cl heitt súkkulaði (sama uppskrift og að ofan) rjómi eftir smekk Jóladrykkurinn í ár - Chai latte fyrir tvoÉg er ekki mikil temanneskja en fæ mér það þó stundum, sérstaklega ef fingurnir duga ekki til að telja kaffibolla dagsins... Ég laga Chai úr teblöndu sem ég kaupi hjá Österlandsk tehus í Kaupmannahöfn og læt sírópið alveg eiga sig. Þar kenndu mér tesérfræðingar að Chai sé annsi dramatískt te; bæði er notað um það bil tvöfalt magn af tei og svo er það látið trekkja tvisvar sinnum lengur. Uppistaðan er svart indverskt te sem er kryddað með kanil, negul og ýmsum unaðskryddum sem ég kann ekki aðnefna. Ég veit að það fæst líka í pokum en ég hef ekki smakkað það.Til að laga 200 ml af tei nota ég 4-5 g af tei(u.þ.b. 2 teskeiðar) og læt trekjja í um það bil tíu mínútur. Svo bæti ég við 50-100 ml af mjólk, eftir því hvað ég vil hafa það sterkt, hita allt saman og þá kemur cappuchinostúturinn sterkur inn. Hellt í tvö glös og sætt með hrásykri eða hunangi ef vill. Birta - Krapísdrykkur og vinkona BensBirta - Krapísdrykkur og vinkona BensÍ Birtu notum við:góða lúku af klaka slettu af mjólk teskeið af grófum hrásykriAllt mulið saman í blandara svo úr verði mjólkurkrap (slabb!) sem mokað er í glas. Yfir krapið er lagaður einn ítalskur espresso. Borðað með skeið og restin soguð upp með röri.
Jólamatur Mest lesið Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Sakna ástvina, malts og appelsíns Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum Jól Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin