Jól

Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi

Wade - Valdemar V. Snævarr John F. Wade? 1743 Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága. Sjá, konungur englanna fæddur er. Himnar og heimar láti lof gjörð hljóma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Hann ljós er af ljósi, Guð af sönnum Guði, einn getinn, ei skapaður, sonur er. Orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti. ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Sjá, himnarnir opnast. Hverfur nætursorti, og himneskan ljóma af stjörnu ber. Heilagan lofsöng himinhvolfin óma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Á Betlehemsvöllum hirðar gættu hjarðar. Guðs heilagur engill þeim fregn þá ber. Fæddur í dag er frelsari vor Kristur. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum, og dýrð sé hans syni, er fæddur er. Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi: Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.





×