Táknmyndir jólatrésins 1. nóvember 2011 00:01 Höfum við hugleitt hvers vegna í ósköpunum við komum tilhöggnum norðmannsþyn, rauðgreni, furu og hvað þau nú heita þessi tré, fyrir inni á miðju stofugólfi hjá okkur? Þetta athæfi okkar er gjörsamlega í óþökk stofublómanna sem eru þar fyrir og sum hver þurfa á áfallahjálp að halda yfir jólin og deyja jafnvel Drottni sínum! Hvaða meining er á bak við stofn trésins, greinar þess og skrautið sem við hengjum á það og gjafirnar sem við leggjum við fót þess og freistumst til að líta til með þegar enginn sér til. Hér eru ýmis konar tákn sem væru mér gjörsamlega hulin enn þann dag í dag ef sessunautur minn einn á jólaballi einu sem ég sótti hefði ekki uppfrætt mig um það er við gengum saman í kringum jólatré eitt stæðilegt. Og ætla ég nú að leitast við að uppfræða ykkur um söguna á bak við jólatréð í eins stuttu máli og mér er unnt og útskýra tákn þess. Má vera að einhver þeirra séu mér enn hulin en það er í góðu lagi. Það fer þó ekki fyrir mér eins og fyrir ónefndum kennimanni sem likti stofni trésins við biskup einn og greinunum við prestana sem hann var yfirmaður yfir en sú skýring bendir til þess að táknmerking jólatrésins hafi verið þessum ónefnda kennimanni gjörsamlega hulin. Hin eiginlega merking á bak við jólatréð er sú, að mér skilst, að stofn trésins minnir á Jesú Krist og á jötu hans sem við göngum í kringum á aðfangadagskvöld með börnum okkar og barnabörnum og dáumst að. Greinar trésins minna okkur á lærisveina hans á öllum tímum og á það skjól sem Guð veitir mannanna börnum líkt og fuglunum sem hvílast í skjóli greinanna. Jólastjarnan sem ætti að vera á hverju jólatré minnir á Betlehemsstjörnuna sem vísaði vitringunum leiðina að fjárhúsinu. Jólakúlurnar sem við hengjum á jólatréð minna víst á ávextina, ekki þá sem við borðum frá degi til dags, heldur ávexti andans t.d. kærleika, gleði, frið, langlyndi, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi sem postulinn Páll talar um í Galatabréfinu. Jólaljósin á jólatrjánum okkar og þessi ljós sem lýsa upp myrkvaða veröld okkar utan dyra hér um slóðir eru augljóslega tákn sem eiga sér himneska fyrirmynd. Þau minna á þann sem sagði: Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins. En hver myndi skilja öll þessi tákn ef jólasagan væri ekki lögð á minnið og sögð og lesin frá einni kynslóð til annarrrar um allan heiminn? Gjafirnar sem við setjum niður við fætur trésins minna á gjafirnar sem vitringarnir færðu Jesúbarninu. Þeir komu frá fjarlægum slóðum og eru eins og fulltrúar mannkyns sem sameinast um jötu lausnarans. Gjafirnar sem þeir færðu Jesúbarninu vísa til þess hlutverks sem Kristur átti að gegna. Reykelsi því Kristur er æðstur presta og reykelsisfórnin var færð þegar bænir voru fluttar í musterinu. Gull, því Kristur er æðstur konunga og gullið er eitt skýrasta tákn konungdómsins. Og myrru því að Kristur vann sigur á dauðanum. Myrra er smyrslið sem borið var á líkama hinna látnu til þess að varðveita þá og verja gegn ágangi tímansFrásagan af fæðingu frelsarans er eins og rammi utan um allt líf mannsins. Kristur er sá sem bænir okkar beinast að og hann kenndi okkur þá bæn sem helgust er og okkur er tömust að nota og kenna börnum okkar mann fram af manni, frá kynslóð til kynslóðar. Kristur hefur veitt okkur þá leiðsögn sem heilnæmast er að tileinka sér í þessu lífi. Jólaboðskapurinn segir okkur að kristnir einstaklingar eiga sinn stað í samfélagi himnanna. Svo getur þú lesandi góður bætt við það sem mér er hulið Sighvatur Karlsson tók saman úr ýmsum áttum. Jólahald Mest lesið Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jól í anda fagurkerans Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Barist við jólakvíða Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól
Höfum við hugleitt hvers vegna í ósköpunum við komum tilhöggnum norðmannsþyn, rauðgreni, furu og hvað þau nú heita þessi tré, fyrir inni á miðju stofugólfi hjá okkur? Þetta athæfi okkar er gjörsamlega í óþökk stofublómanna sem eru þar fyrir og sum hver þurfa á áfallahjálp að halda yfir jólin og deyja jafnvel Drottni sínum! Hvaða meining er á bak við stofn trésins, greinar þess og skrautið sem við hengjum á það og gjafirnar sem við leggjum við fót þess og freistumst til að líta til með þegar enginn sér til. Hér eru ýmis konar tákn sem væru mér gjörsamlega hulin enn þann dag í dag ef sessunautur minn einn á jólaballi einu sem ég sótti hefði ekki uppfrætt mig um það er við gengum saman í kringum jólatré eitt stæðilegt. Og ætla ég nú að leitast við að uppfræða ykkur um söguna á bak við jólatréð í eins stuttu máli og mér er unnt og útskýra tákn þess. Má vera að einhver þeirra séu mér enn hulin en það er í góðu lagi. Það fer þó ekki fyrir mér eins og fyrir ónefndum kennimanni sem likti stofni trésins við biskup einn og greinunum við prestana sem hann var yfirmaður yfir en sú skýring bendir til þess að táknmerking jólatrésins hafi verið þessum ónefnda kennimanni gjörsamlega hulin. Hin eiginlega merking á bak við jólatréð er sú, að mér skilst, að stofn trésins minnir á Jesú Krist og á jötu hans sem við göngum í kringum á aðfangadagskvöld með börnum okkar og barnabörnum og dáumst að. Greinar trésins minna okkur á lærisveina hans á öllum tímum og á það skjól sem Guð veitir mannanna börnum líkt og fuglunum sem hvílast í skjóli greinanna. Jólastjarnan sem ætti að vera á hverju jólatré minnir á Betlehemsstjörnuna sem vísaði vitringunum leiðina að fjárhúsinu. Jólakúlurnar sem við hengjum á jólatréð minna víst á ávextina, ekki þá sem við borðum frá degi til dags, heldur ávexti andans t.d. kærleika, gleði, frið, langlyndi, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi sem postulinn Páll talar um í Galatabréfinu. Jólaljósin á jólatrjánum okkar og þessi ljós sem lýsa upp myrkvaða veröld okkar utan dyra hér um slóðir eru augljóslega tákn sem eiga sér himneska fyrirmynd. Þau minna á þann sem sagði: Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins. En hver myndi skilja öll þessi tákn ef jólasagan væri ekki lögð á minnið og sögð og lesin frá einni kynslóð til annarrrar um allan heiminn? Gjafirnar sem við setjum niður við fætur trésins minna á gjafirnar sem vitringarnir færðu Jesúbarninu. Þeir komu frá fjarlægum slóðum og eru eins og fulltrúar mannkyns sem sameinast um jötu lausnarans. Gjafirnar sem þeir færðu Jesúbarninu vísa til þess hlutverks sem Kristur átti að gegna. Reykelsi því Kristur er æðstur presta og reykelsisfórnin var færð þegar bænir voru fluttar í musterinu. Gull, því Kristur er æðstur konunga og gullið er eitt skýrasta tákn konungdómsins. Og myrru því að Kristur vann sigur á dauðanum. Myrra er smyrslið sem borið var á líkama hinna látnu til þess að varðveita þá og verja gegn ágangi tímansFrásagan af fæðingu frelsarans er eins og rammi utan um allt líf mannsins. Kristur er sá sem bænir okkar beinast að og hann kenndi okkur þá bæn sem helgust er og okkur er tömust að nota og kenna börnum okkar mann fram af manni, frá kynslóð til kynslóðar. Kristur hefur veitt okkur þá leiðsögn sem heilnæmast er að tileinka sér í þessu lífi. Jólaboðskapurinn segir okkur að kristnir einstaklingar eiga sinn stað í samfélagi himnanna. Svo getur þú lesandi góður bætt við það sem mér er hulið Sighvatur Karlsson tók saman úr ýmsum áttum.
Jólahald Mest lesið Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jól í anda fagurkerans Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Barist við jólakvíða Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól