Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones 30. nóvember 2011 12:00 Chris Newman er mikill Íslandvinur, á íslenska eiginkonu og kom meðal annars að gerð Nonna og Manna. Hann segir ekki ólíklegt að tökuliðið komi aftur hingað til lands til að gera meira fyrir Game of Thrones. Mynd/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira