Fá poppara til að kokka og syngja 30. nóvember 2011 13:00 Í hátíðarskapi Samstarfsfólkið á Nýlendugötu blæs til skemmtilegrar tónleikaraðar. Frá vinstri eru Ottó Magnússon, Sigga Heimis, Helga Guðrún Vilmundardóttir, Árný Þórarinsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson.Fréttablaðið/Anton „Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb Fréttir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira
„Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb
Fréttir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira