Flest mun fullnað... Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Allt kom það nær eftir Þorstein frá Hamri. Bækur. Allt kom það nær. Þorsteinn frá Hamri. Mál og menning. Allt kom það nær er 25. ljóðabók Þorsteins frá Hamri, sem auk þess hefur sent frá sér skáldsögur og sagnaþætti. Hann er fyrir löngu orðinn eitt okkar viðurkenndasta skáld og allir sammála um að hann sé í hópi þeirra bestu, ef ekki sá albesti. Ljóðmál hans er fágað, tungutakið kraftmikið, hugsunin hvöss og hrynjandin ætíð fullkomin. Er þá einhverju við að bæta án þess að eiga það á hættu að verða eins og daufur endurómur af öllu því verskuldaða lofi sem á hann og ljóð hans hefur verið borið í gegnum tíðina? Getur fullkomnun orðið fullkomnari? „Enn talar þú við nóttina, vinur minn Þorsteinn" orti Nína Björk Árnadóttir fyrir áratugum og þau orð eiga við enn í dag, en í Allt kom það nær talar Þorsteinn þó minna við nóttina en oft áður og meira við samfélagið, við mig og þig. Hefði bókin verið gefin út undir dulnefni hefði legið beint við að álykta að hér væri reiður ungur maður á ferð, ungur maður sem ofbyði það samfélag sem hann hefði erft. En hver segir að ungir menn hafi einkarétt á reiðinni? Hér er nístandi samfélagsgagnrýni frá þroskuðu skáldi í bland við undurfagrar myndir, skarpa greiningu á mannfólkinu og þungan trega sem liggur undir öllu og litar mál og myndir. Næstum eins og skáldið sé að kveðja þjóð sína, enda eftir litlu að slægjast þar sem hundinginn slettir hæðnislega í góm þegar neyð er nefnd og mangarinn býður mannslíf og hryggð til sölu. (Snjór bls. 23) Við skulum þó vona að Þorsteinn sé ekki að kveðja með þessari bók. Hann á enn við okkur brýnt erindi, er óhræddur við að hækka raustina og segja okkur til syndanna. Og vald hans á tungunni er slíkt að við kippumst við og kveinkum okkur undan svipuhöggunum. Í sömu mund er okkur þó boðið til veislu þar sem leikið er undur blíðlega á alla strengi tungumálsins og orðin glitra eins og mjöll í hvítalogni. Þar sem skörp sýn og myndnæmi skáldsins skapa nýja heima fulla af undrum og gleði en um leið vaka hætturnar við hvert fótmál, ógnin og undrið haldast í hendur og lífsleiðin er hvorki breið né greið þótt við vitum hvert hún liggur. Og brátt rekur ísinn að. Nær manni, nær; Unz hann nemur í hjartanu stað. (Stórir komu skarar bls. 52) Niðurstaða: Stórvirki frá einu af okkar albestu skáldum, sem slær nýja tóna og kemur á óvart í þessari bók. Lífið Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur. Allt kom það nær. Þorsteinn frá Hamri. Mál og menning. Allt kom það nær er 25. ljóðabók Þorsteins frá Hamri, sem auk þess hefur sent frá sér skáldsögur og sagnaþætti. Hann er fyrir löngu orðinn eitt okkar viðurkenndasta skáld og allir sammála um að hann sé í hópi þeirra bestu, ef ekki sá albesti. Ljóðmál hans er fágað, tungutakið kraftmikið, hugsunin hvöss og hrynjandin ætíð fullkomin. Er þá einhverju við að bæta án þess að eiga það á hættu að verða eins og daufur endurómur af öllu því verskuldaða lofi sem á hann og ljóð hans hefur verið borið í gegnum tíðina? Getur fullkomnun orðið fullkomnari? „Enn talar þú við nóttina, vinur minn Þorsteinn" orti Nína Björk Árnadóttir fyrir áratugum og þau orð eiga við enn í dag, en í Allt kom það nær talar Þorsteinn þó minna við nóttina en oft áður og meira við samfélagið, við mig og þig. Hefði bókin verið gefin út undir dulnefni hefði legið beint við að álykta að hér væri reiður ungur maður á ferð, ungur maður sem ofbyði það samfélag sem hann hefði erft. En hver segir að ungir menn hafi einkarétt á reiðinni? Hér er nístandi samfélagsgagnrýni frá þroskuðu skáldi í bland við undurfagrar myndir, skarpa greiningu á mannfólkinu og þungan trega sem liggur undir öllu og litar mál og myndir. Næstum eins og skáldið sé að kveðja þjóð sína, enda eftir litlu að slægjast þar sem hundinginn slettir hæðnislega í góm þegar neyð er nefnd og mangarinn býður mannslíf og hryggð til sölu. (Snjór bls. 23) Við skulum þó vona að Þorsteinn sé ekki að kveðja með þessari bók. Hann á enn við okkur brýnt erindi, er óhræddur við að hækka raustina og segja okkur til syndanna. Og vald hans á tungunni er slíkt að við kippumst við og kveinkum okkur undan svipuhöggunum. Í sömu mund er okkur þó boðið til veislu þar sem leikið er undur blíðlega á alla strengi tungumálsins og orðin glitra eins og mjöll í hvítalogni. Þar sem skörp sýn og myndnæmi skáldsins skapa nýja heima fulla af undrum og gleði en um leið vaka hætturnar við hvert fótmál, ógnin og undrið haldast í hendur og lífsleiðin er hvorki breið né greið þótt við vitum hvert hún liggur. Og brátt rekur ísinn að. Nær manni, nær; Unz hann nemur í hjartanu stað. (Stórir komu skarar bls. 52) Niðurstaða: Stórvirki frá einu af okkar albestu skáldum, sem slær nýja tóna og kemur á óvart í þessari bók.
Lífið Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira