Innlent

Tekur undir ósk sjálfstæðismanna

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir ósk sjálfstæðismanna um að félags- og tryggingamálanefnd ræði bága stöðu leigenda á næsta fundi sínum.

Pétur H. Blöndal, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ástandið á leigumarkaðnum sé óviðunandi og auka þurfi framboð á leiguhúsnæði til muna. Hann segir leigjendur vera ört stækkandi hóp og því ekki hægt að horfa framhjá þeirra stöðu.

„Rétt er að fá fulltrúa frá velferðarráðuneyti á fundinn enda er það hlutverk þess ráðuneytis að vinna úr tillögum samráðshóps um húsnæðisstefnu. Ein af tillögum húsnæðishópsins er einmitt að húsnæðisbætur komi í stað vaxta- og húsaleigubóta til að samræma húsnæðisstuðning til fjölskyldna,“ segir Sigríður Ingibjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×