Innlent

Útlendingar sprautuðu piparúða í leigubílaröðinni

Mynd/Vilhelm
Fjórir karlmenn ruddust fram fyrir í leigubílaröðina við Lækjargötu um klukkan sex í morgun við litla hrifningu þeirra sem höfðu beðið í röðinni í nokkrun tíma. Þegar maður sem var í röðinni ætlaði að hafa afskipti af mönnunum og benda þeim á að fara aftast í röðina og bíða, eins og allir hinir, tóku mennirnir upp piparúða og úðuðu framan í manninn.

Þegar lögregla kom á vettvang voru mennirnir farnig og fundust ekki. Þeir eru taldir vera útlendingar. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að ólöglegt sé að eiga piparúða á Íslandi en í mörgum öðrum löndum er algengara að fólk gangi um með piparúða.

Sá sem varð fyrir piparúðanum leitaði sér aðstoðar á slysadeild.

Þá voru fjórir ökumenn teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir ölvunarakstur. Þá lagði lögreglan hald á nokkuð magn af fíkniefnum í umferðareftirliti.

Kveikt var í blaðabunka fyrir utan Rimaskóla í Grafarvogi klukkan ellefu í gærkvöldi. Slökkvilið slökkti eldinn áður en hann náði að breiða sig út. Um hefðbundin unglingaskemmdarverk er að ræða, segir varðstjóri hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×