Elton John segir löngu tímabært að fólk hætti að tengja sjúkdóminn AIDS við samkynhneigða, slíkar tengingar heyri sögunni til og eigi lítið skylt við staðreyndir. Það séu í raun bara fasistar og hálfvitar sem haldi slíku fram.
„Þetta er alheimsfaraldur,“ sagði Elton á samkomu í Ástralíu á dögunum. „Við skulum útrýma þessari fáranlegu bábilju og láta þessa fasista og hálfvita skilja að þetta fólk hefur rétt á því að lifa með sæmd.“
Lagahöfundurinn og poppstjarnan bætti því við að vísindamönnum hefði tekist að króa þennan sjúkdóm af en menn mættu alls ekki slaka á klónni. „Við skulum losa okkur við þessa vá í eitt skipti fyrir öll.“
Elton John bálreiður
