Fram og aftur blindgötuna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. desember 2011 22:00 Götumálarinn. Bækur. Götumálarinn Skáldævisaga. Þórarinn Leifsson. Mál og menning. Nítján ára drengur er tekinn af lögreglunni í Ronda á Spáni. Hann er einn á ferð, hefur ráfað stefnulaust um og veit ekki hvert förinni er heitið. Veit aðeins að hana verður að fara. Eftir barning við lögregluna þar sem myndlistarhæfileikar hans verða honum til bjargað er hann sendur með lest til Sevilla, þar sem hann sofnar bak við lestarstöð. „Það er ágætt að vakna undir runna." Þórarinn Leifsson gerði það sem marga unga menn dreymir um, að gefa skít í hið hefðbundna, smáborgaralega líf og flakka frjáls um heiminn. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu og lifa í núinu. Flestir heykjast á gjörningnum, en Þórarinn var aðeins 19 ára þegar hann lagði í hann árið 1985. Nú, 26 árum síðar, deilir hann þessari reynslu sinni með lesendum. Og reynsla er það. Þórarinn dregur lesandann með sér í flakkið, við leggjumst við hlið hans undir runna, reykjum hass með hústökufólki, sitjum í steikjandi sólarhita og málum Maríu mey á götusteinana eða bregðum okkur yfir til Marokkó. Þórarinn dregur ekkert undan í sögunni og hann er fráleitt að rómantísera líf flökkumannsins. Stundum líða dagar án þess að hann fái að borða, hreinlæti er er lítið sem ekkert og félagsskapurinn misfélegur. Verst er að meira að segja í flakkinu verður ekki komist undan tilbreytingarleysi hversdagsins. Í raun liggur vegferðin um blindgötu, götumálarinn ráfar fram og aftur um hana og er jafn fastur í viðjum vanans og skrifstofumaður sem stendur grátandi yfir hjólinu sínu við runnann sem er svefnstaður Tóta. Þórarinn sýnir og sannar með Götumálaranum að hann er listagóður rithöfundur. Textinn líður vel, hann er laus við alla tilgerð, gengur beint til verks og vinnur þannig með framvindu sögunnar. Stíllinn er blátt áfram, manni er steypt beint í söguna og fylgir söguhetjunni eftir í hans Bjarmalandsför. Inn í frásögnina er skotið sögu móður og systur hans sem eðlilega hafa áhyggjur af drengnum. Í þeim köflum skiptir höfundur persónufornafninu ég út fyrir nafn sitt og fjarlægir sjálfan sig og lesandann þannig úr framvindunni, um leið og hann undirstrikar fjarlægð mæðgnanna við hann. Þetta gerir Þórarinn vel.Einstaka minningabrot úr æsku sem hefur verið allt annað en auðveld stinga líka upp kollinum. Á blátt áfram hátt tekst Þórarni að veita innsýn í oft og tíðum hörmulegar aðstæður, án þess að gerast væminn eða tilfinningasamur. Allt í stíl við söguna sjálfa. Þá skipa frábærar myndir í upphafi hvers kafla stóran sess og kallast á við efni sögunnar. Götumálarinn er stórgóð bók og vel skrifuð. Listilega spunninn þráður um heim sem flestum er hulinn, margir sjá í hillingum en höfundur sýnir eins og er. Niðurstaða: Mögnuð saga af flakki unglings um Spán og Marokkó og hvernig hann þokast áfram á þroskaferlinum. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Götumálarinn Skáldævisaga. Þórarinn Leifsson. Mál og menning. Nítján ára drengur er tekinn af lögreglunni í Ronda á Spáni. Hann er einn á ferð, hefur ráfað stefnulaust um og veit ekki hvert förinni er heitið. Veit aðeins að hana verður að fara. Eftir barning við lögregluna þar sem myndlistarhæfileikar hans verða honum til bjargað er hann sendur með lest til Sevilla, þar sem hann sofnar bak við lestarstöð. „Það er ágætt að vakna undir runna." Þórarinn Leifsson gerði það sem marga unga menn dreymir um, að gefa skít í hið hefðbundna, smáborgaralega líf og flakka frjáls um heiminn. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu og lifa í núinu. Flestir heykjast á gjörningnum, en Þórarinn var aðeins 19 ára þegar hann lagði í hann árið 1985. Nú, 26 árum síðar, deilir hann þessari reynslu sinni með lesendum. Og reynsla er það. Þórarinn dregur lesandann með sér í flakkið, við leggjumst við hlið hans undir runna, reykjum hass með hústökufólki, sitjum í steikjandi sólarhita og málum Maríu mey á götusteinana eða bregðum okkur yfir til Marokkó. Þórarinn dregur ekkert undan í sögunni og hann er fráleitt að rómantísera líf flökkumannsins. Stundum líða dagar án þess að hann fái að borða, hreinlæti er er lítið sem ekkert og félagsskapurinn misfélegur. Verst er að meira að segja í flakkinu verður ekki komist undan tilbreytingarleysi hversdagsins. Í raun liggur vegferðin um blindgötu, götumálarinn ráfar fram og aftur um hana og er jafn fastur í viðjum vanans og skrifstofumaður sem stendur grátandi yfir hjólinu sínu við runnann sem er svefnstaður Tóta. Þórarinn sýnir og sannar með Götumálaranum að hann er listagóður rithöfundur. Textinn líður vel, hann er laus við alla tilgerð, gengur beint til verks og vinnur þannig með framvindu sögunnar. Stíllinn er blátt áfram, manni er steypt beint í söguna og fylgir söguhetjunni eftir í hans Bjarmalandsför. Inn í frásögnina er skotið sögu móður og systur hans sem eðlilega hafa áhyggjur af drengnum. Í þeim köflum skiptir höfundur persónufornafninu ég út fyrir nafn sitt og fjarlægir sjálfan sig og lesandann þannig úr framvindunni, um leið og hann undirstrikar fjarlægð mæðgnanna við hann. Þetta gerir Þórarinn vel.Einstaka minningabrot úr æsku sem hefur verið allt annað en auðveld stinga líka upp kollinum. Á blátt áfram hátt tekst Þórarni að veita innsýn í oft og tíðum hörmulegar aðstæður, án þess að gerast væminn eða tilfinningasamur. Allt í stíl við söguna sjálfa. Þá skipa frábærar myndir í upphafi hvers kafla stóran sess og kallast á við efni sögunnar. Götumálarinn er stórgóð bók og vel skrifuð. Listilega spunninn þráður um heim sem flestum er hulinn, margir sjá í hillingum en höfundur sýnir eins og er. Niðurstaða: Mögnuð saga af flakki unglings um Spán og Marokkó og hvernig hann þokast áfram á þroskaferlinum.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira