Lífið

Sýnisbók um fornleifar

Birna Lárusdóttir Er aðalhöfundur og ritstjóri bókarinnar Mannvist - sýnisbók um fornleifar.
Birna Lárusdóttir Er aðalhöfundur og ritstjóri bókarinnar Mannvist - sýnisbók um fornleifar.
Bókin Mannvist – sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur fornleifafræðing er komin út hjá Opnu.

Bókin opnar heim fornleifa fyrir leikum og lærðum. Birna og samverkamenn hennar settu sér það markmið að beina sjónarhorninu frá helstu sögustöðum og valdasetrum að hversdagslegri minjum um daglegt líf almennings. Fornar leifar á Íslandi er að finna á ólíklegustu stöðum úti um allt land og frá ýmsum aldursskeiðum því ekki eru allar fornleifar svo ýkja gamlar, samkvæmt skilgreiningu laganna er miðað við 100 ár. Bókin er búin fjöldamörgum ljósmyndum sem styðja við textann.

Birna Lárusdóttir er fornleifafræðingur og hefur starfað hjá Fornleifastofnun Íslands frá árinu 1999. Hún er aðalhöfundur þessa mikla verks og jafnframt ritstjóri þess. Aðrir höfundar efnis eru Adolf Friðriksson, Árni Hjartarson, Bjarni F. Einarsson, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Hildur Gestsdóttir, Orri Vésteinsson og Þóra Pétursdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.