Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 07:00 Peter Öqvist tók við íslenska landsliðinu í sumar. Mynd/Hag Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía. „Við vorum ekki heppnir og þetta er erfiður riðill enda er þetta erfið keppni því það eru mörg sterkt landslið í Evrópu,“ sagði Peter Öqvist, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið var síðast upp úr pottinum. „Ég fylgdist með drættinum í beinni. Það voru nokkrir riðlar sem hefðu verið auðveldari fyrir okkur en svona er þetta bara. Við fengum þennan riðil og það er engin ástæða til að vorkenna okkur sjálfum. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að því að spila eins vel og við getum í þessum leikjum,“ sagði Peter. „Það er allt mögulegt. Við erum að fara að mæta sterkum þjóðum eins og Serbíu, Ísrael og Svartfjallalandi en þau þurfa líka öll að hoppa upp í flugvél til Reykjavíkur. Ef við getum náð einum eða tveimur óvæntum sigrum á heimavelli getum við kannski látið okkur dreyma um eitthvað,“ sagði Peter Öqvist. Ljóst er að löng og kostnaðarsöm ferðalög bíða íslenska landsliðsins næsta haust, en allir tíu leikirnir fara fram á innan við mánuði. „Þetta eru löng ferðalög en Hannes (Jónsson formaður) og Friðrik Ingi (Rúnarsson framkvæmdastjóri) gerðu örugglega allt sitt í að fá eins hagstæða leikjaniðurröðun og hægt er. Ferðlögin munu samt hafa áhrif í þessari undankeppni,“ sagði Peter, sem segir það of snemmt að stefna á eitthvað sæti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía. „Við vorum ekki heppnir og þetta er erfiður riðill enda er þetta erfið keppni því það eru mörg sterkt landslið í Evrópu,“ sagði Peter Öqvist, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið var síðast upp úr pottinum. „Ég fylgdist með drættinum í beinni. Það voru nokkrir riðlar sem hefðu verið auðveldari fyrir okkur en svona er þetta bara. Við fengum þennan riðil og það er engin ástæða til að vorkenna okkur sjálfum. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að því að spila eins vel og við getum í þessum leikjum,“ sagði Peter. „Það er allt mögulegt. Við erum að fara að mæta sterkum þjóðum eins og Serbíu, Ísrael og Svartfjallalandi en þau þurfa líka öll að hoppa upp í flugvél til Reykjavíkur. Ef við getum náð einum eða tveimur óvæntum sigrum á heimavelli getum við kannski látið okkur dreyma um eitthvað,“ sagði Peter Öqvist. Ljóst er að löng og kostnaðarsöm ferðalög bíða íslenska landsliðsins næsta haust, en allir tíu leikirnir fara fram á innan við mánuði. „Þetta eru löng ferðalög en Hannes (Jónsson formaður) og Friðrik Ingi (Rúnarsson framkvæmdastjóri) gerðu örugglega allt sitt í að fá eins hagstæða leikjaniðurröðun og hægt er. Ferðlögin munu samt hafa áhrif í þessari undankeppni,“ sagði Peter, sem segir það of snemmt að stefna á eitthvað sæti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum