Óhuggulegasta mynd ársins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. desember 2011 08:00 Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira