Vel heppnuð rokkplata Freyr Bjarnason skrifar 8. desember 2011 11:00 Hljómsveitin Ég, Ímynd fíflsins. Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira