Svalasta rokkdúóið í bransanum Höskuldur Daði Magnússon skrifar 8. desember 2011 20:00 Tónlist. El Camino. The Black Keys. Dan Auerbach og Patrick Carney skipa svalasta rokkdúóið í bransanum í dag. Þeir áttu eina af bestu plötum síðasta árs, Brothers, og eru nú mættir með enn betri plötu. The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Platan Attack & Release, sem kom út árið 2008, kom The Black Keys almennilega á kortið. Það var upptökustjórinn Danger Mouse sem var á tökkunum við upptökur plötunnar og hann var kallaður aftur til starfa hér. Danger Mouse setur handbragð sitt á plötuna, skerpir á melódíunum og gerir þær hlýrri. Hann hefur einnig náð að temja tvímenningana og fengið þá til að hafa bara ellefu lög á plötunni. Helsti galli síðustu plötu var að þar máttu nokkur lög missa sín. Sem sagt: Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn. Tónlist Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. El Camino. The Black Keys. Dan Auerbach og Patrick Carney skipa svalasta rokkdúóið í bransanum í dag. Þeir áttu eina af bestu plötum síðasta árs, Brothers, og eru nú mættir með enn betri plötu. The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Platan Attack & Release, sem kom út árið 2008, kom The Black Keys almennilega á kortið. Það var upptökustjórinn Danger Mouse sem var á tökkunum við upptökur plötunnar og hann var kallaður aftur til starfa hér. Danger Mouse setur handbragð sitt á plötuna, skerpir á melódíunum og gerir þær hlýrri. Hann hefur einnig náð að temja tvímenningana og fengið þá til að hafa bara ellefu lög á plötunni. Helsti galli síðustu plötu var að þar máttu nokkur lög missa sín. Sem sagt: Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn.
Tónlist Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira