Messías lentur í Klettafjöllunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. desember 2011 08:00 Tim Tebow hefur unnið leiki á ótrúlegan hátt og er talað um kraftaverk í þeim efnum. Hann fær alvöru próf um næstu helgi er hann mætir Tom Brady. Mynd/Nordicphotos/Getty „Hver er þessi Tim Tebow?" Það er spurning sem ansi margir hafa verið að spyrja sig undanfarnar vikur. Tebow hefur komið eins og stormsveipur inn í NFL-deildina og þó svo að flestir sérfræðingar segi að hann geti lítið og hafi ekkert að gera í NFL-deildina er hann búinn að vinna sjö leiki af þeim átta sem hann hefur spilað í deildinni. Nú eru allt í einu farnar að heyrast raddir um að velji eigi leikmanninn þann besta í NFL-deildinni. Lið Denver Broncos byrjaði leiktíðina hörmulega og vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum. Tebow fékk tækifæri í fimmta leiknum og eftir það hefur gengi liðsins gjörbreyst þannig að Denver er búið að vinna síðustu sex leiki sína. Í mörgum þeirra hefur Tebow alls ekki verið góður. Reyndar oft hreinlega mjög lélegur. Hann hefur samt ítrekað stigið upp í lokin og klárað leiki á lygilegan hátt. Einn leik vann hann þó svo að hann hefði aðeins klárað tvær sendingar í leiknum. Slíkt á ekki að vera hægt. Kallaður "Mile High Messiah”Mynd/Nordicphotos/GettyHjá Tebow virðist allt vera hægt. Engin furða er að menn kalli hann kraftaverkamann og í Bandaríkjunum er nú talað um „Mile High Messiah", en Denver leikur sína leiki á Mile High, ekki fjarri Klettafjöllunum. Þrír af þessum leikjum hafa unnist í framlengingu, en það er met í NFL-deildinni. Ekkert lið hefur áður unnið þrjá leiki í framlengingu á einu tímabili. Tebow þurfti ekki marga leiki til. Leikir Denver með Tebow innanborðs eru ávísun á spennu og dramatík. Það er beðið eftir því að það fjari undan þessu ótrúlega gengi en Tebow virðist vart geta tapað. Það er reyndar engin nýlunda hjá leikmanninum, sem á að baki farsælan feril í háskólaboltanum. Saga þessa unga manns er einnig einstök, en bakgrunnur hans er ólíkur bakgrunni annarra leikmanna í deildinni. Foreldrarnir trúboðar og Tebow var kraftaverkabarnMynd/APHinn 24 ára gamli Tebow er fæddur í borginni Makati á Filippseyjum, þar sem foreldrar hans sinntu trúboði. Faðir hans er prestur og móðir hans var alin upp við heraga enda dóttir ofursta í bandaríska hernum. Hún veiktist afar illa er hún gekk með Tim og féll meðal annars í dá. Ástand hennar var svo slæmt að mælt var með því að hún færi í fóstureyðingu. Hún átti á hættu að deyja og búist var við því að barnið myndi fæðast andvana. Hún neitaði því. Má því segja að Tim sé kraftaverkabarn. Hann er yngstur fimm systkina og ekkert þeirra gekk í grunnskóla. Þau voru í heimaskóla hjá móður sinni, þar sem trúin var einnig í fyrirrúmi. Þarf því ekki að koma á óvart að Tim sé mjög trúaður og fari reglulega með bænir í leikjum ásamt því að biðja fyrir og eftir leik. Árið 1996 var reglum í Flórída breytt á þann hátt að krakkar í heimaskóla máttu stunda íþróttir með öðrum skólum. Þar opnaðist gluggi fyrir Tim, sem fór að spila amerískan fótbolta með framhaldsskólanum í hverfinu, en hann bjó þá í Jacksonville. Vakti snemma athygliMynd/APÍ fyrsta skólanum þar sem hann spilaði fékk hann ekki að vera leikstjórnandi og því skipti hann um skóla. Reyndar þurfti hann að flytja lögheimili sitt til þess að geta spilað með skólanum. Þegar hann byrjaði að fara á kostum þar risu deilur um hvort krakkar í heimaskólum mættu spila þar sem þeir vildu. Strákurinn sýndi snemma hvað í honum bjó, en hann var þeim kostum gæddur að geta bæði kastað og hlaupið. Einnig vakti keppnisharka hans athygli, en hann lék eitt sinn heilan hálfleik fótbrotinn og spilaði vel. Hann var valinn besti framhaldsskólaleikmaður Flórída í tvígang og var í kjölfarið eftirsóttur af mörgum háskólum. ESPN sagði hann vera eitt mesta íþróttaefni í Bandaríkjunum og hann fékk líka umfjöllun í Sports Illustrated-tímaritinu. Hann ákvað á endanum að spila með Florida Gators. Hann var varaleikstjórnandi á fyrsta ári sínu í skólanum en fékk samt talsvert að spila og átti stóran þátt í því að Flórída varð Bandaríkjameistari það ár. Bestur í háskólaboltanum á öðru áriMynd/APÁ öðru ári var hann orðinn byrjunarliðsmaður. Þá var nokkuð talað um að hann kynni ekki að kasta almennilega og um það er reyndar enn rætt. Engu að síður kláraði hann 217 af 317 sendingartilraunum sínum, kastaði fyrir 29 snertimörkum og aðeins sex sinnum kastaði hann boltanum til andstæðinga. Þess utan hljóp hann um 800 metra með boltann og skoraði þannig 22 snertimörk. Hann hljóp 160 metra í einum leik. Tebow setti fjölda meta þetta tímabil og vann að lokum Heisman-bikarinn, sem er veittur besta háskólaleikmanninum í landinu. Eftirsótt og virðingarverð verðlaun. Tebow var fyrsti maðurinn í sögunni sem fékk þau strax á öðru ári sínu í háskóla. Svipað var upp á teningnum á þriðja árinu. Tebow sló hvert metið á fætur öðru og aftur varð Flórída Bandaríkjameistari. Tebow varð ekki nema þriðji í Heisman-kjörinu að þessu sinni þó svo að hann fengi flest atkvæði í fyrsta sætið. Á meðal eftirminnilegra meta sem hann sló þetta ár var met yfir flest snertimörk hlaupara hjá skólanum. Það met átti Emmitt Smith, einn besti hlaupari sögunnar, en leikstjórnandinn Tebow skákaði honum. Hugsaði meira um boltann en stelpurMynd/APMargir vildu sjá hann í NFL-valinu eftir þriðja árið en hann ákvað að klára fjórða árið í skólanum. Með aukinni fjölmiðlaumfjöllun fóru fjölmiðlar að gerast ágengari. Einn fjölmiðlamaður veiddi upp úr leikmanninum að hann væri hreinn sveinn. Fékk fjölmiðlamaðurinn miklar skammir fyrir að dreifa slíkum persónuupplýsingum. Leikmaðurinn var að hugsa um íþróttir en ekki stelpur og það sást á spilamennskunni. Í lokaleik sínum kastaði hann og hljóp samtals fyrir um 520 metrum, sem er met í úrslitaleik háskólaboltans. Þrátt fyrir frábæran háskólaferil efuðustu margir um að Tebow hefði það sem til þyrfti í NFL-deildinni. Það sást vel á því að hann var númer 25 í nýliðavalinu hjá Denver. Efasemdarmennirnir eru enn margir en Tebow vinnur þá hægt og rólega á sitt band þessa dagana. Hann er þegar búinn að koma öllum á óvart með spilamennsku sinni í vetur og verður áhugavert að sjá hvaða kraftaverk trúboðinn framkallar í framtíðinni. Stuðningsmenn Denver dýrka og dá hann og trúa því að sjálfur Messías sé lentur í Klettafjöllunum. Erlendar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Sjá meira
„Hver er þessi Tim Tebow?" Það er spurning sem ansi margir hafa verið að spyrja sig undanfarnar vikur. Tebow hefur komið eins og stormsveipur inn í NFL-deildina og þó svo að flestir sérfræðingar segi að hann geti lítið og hafi ekkert að gera í NFL-deildina er hann búinn að vinna sjö leiki af þeim átta sem hann hefur spilað í deildinni. Nú eru allt í einu farnar að heyrast raddir um að velji eigi leikmanninn þann besta í NFL-deildinni. Lið Denver Broncos byrjaði leiktíðina hörmulega og vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum. Tebow fékk tækifæri í fimmta leiknum og eftir það hefur gengi liðsins gjörbreyst þannig að Denver er búið að vinna síðustu sex leiki sína. Í mörgum þeirra hefur Tebow alls ekki verið góður. Reyndar oft hreinlega mjög lélegur. Hann hefur samt ítrekað stigið upp í lokin og klárað leiki á lygilegan hátt. Einn leik vann hann þó svo að hann hefði aðeins klárað tvær sendingar í leiknum. Slíkt á ekki að vera hægt. Kallaður "Mile High Messiah”Mynd/Nordicphotos/GettyHjá Tebow virðist allt vera hægt. Engin furða er að menn kalli hann kraftaverkamann og í Bandaríkjunum er nú talað um „Mile High Messiah", en Denver leikur sína leiki á Mile High, ekki fjarri Klettafjöllunum. Þrír af þessum leikjum hafa unnist í framlengingu, en það er met í NFL-deildinni. Ekkert lið hefur áður unnið þrjá leiki í framlengingu á einu tímabili. Tebow þurfti ekki marga leiki til. Leikir Denver með Tebow innanborðs eru ávísun á spennu og dramatík. Það er beðið eftir því að það fjari undan þessu ótrúlega gengi en Tebow virðist vart geta tapað. Það er reyndar engin nýlunda hjá leikmanninum, sem á að baki farsælan feril í háskólaboltanum. Saga þessa unga manns er einnig einstök, en bakgrunnur hans er ólíkur bakgrunni annarra leikmanna í deildinni. Foreldrarnir trúboðar og Tebow var kraftaverkabarnMynd/APHinn 24 ára gamli Tebow er fæddur í borginni Makati á Filippseyjum, þar sem foreldrar hans sinntu trúboði. Faðir hans er prestur og móðir hans var alin upp við heraga enda dóttir ofursta í bandaríska hernum. Hún veiktist afar illa er hún gekk með Tim og féll meðal annars í dá. Ástand hennar var svo slæmt að mælt var með því að hún færi í fóstureyðingu. Hún átti á hættu að deyja og búist var við því að barnið myndi fæðast andvana. Hún neitaði því. Má því segja að Tim sé kraftaverkabarn. Hann er yngstur fimm systkina og ekkert þeirra gekk í grunnskóla. Þau voru í heimaskóla hjá móður sinni, þar sem trúin var einnig í fyrirrúmi. Þarf því ekki að koma á óvart að Tim sé mjög trúaður og fari reglulega með bænir í leikjum ásamt því að biðja fyrir og eftir leik. Árið 1996 var reglum í Flórída breytt á þann hátt að krakkar í heimaskóla máttu stunda íþróttir með öðrum skólum. Þar opnaðist gluggi fyrir Tim, sem fór að spila amerískan fótbolta með framhaldsskólanum í hverfinu, en hann bjó þá í Jacksonville. Vakti snemma athygliMynd/APÍ fyrsta skólanum þar sem hann spilaði fékk hann ekki að vera leikstjórnandi og því skipti hann um skóla. Reyndar þurfti hann að flytja lögheimili sitt til þess að geta spilað með skólanum. Þegar hann byrjaði að fara á kostum þar risu deilur um hvort krakkar í heimaskólum mættu spila þar sem þeir vildu. Strákurinn sýndi snemma hvað í honum bjó, en hann var þeim kostum gæddur að geta bæði kastað og hlaupið. Einnig vakti keppnisharka hans athygli, en hann lék eitt sinn heilan hálfleik fótbrotinn og spilaði vel. Hann var valinn besti framhaldsskólaleikmaður Flórída í tvígang og var í kjölfarið eftirsóttur af mörgum háskólum. ESPN sagði hann vera eitt mesta íþróttaefni í Bandaríkjunum og hann fékk líka umfjöllun í Sports Illustrated-tímaritinu. Hann ákvað á endanum að spila með Florida Gators. Hann var varaleikstjórnandi á fyrsta ári sínu í skólanum en fékk samt talsvert að spila og átti stóran þátt í því að Flórída varð Bandaríkjameistari það ár. Bestur í háskólaboltanum á öðru áriMynd/APÁ öðru ári var hann orðinn byrjunarliðsmaður. Þá var nokkuð talað um að hann kynni ekki að kasta almennilega og um það er reyndar enn rætt. Engu að síður kláraði hann 217 af 317 sendingartilraunum sínum, kastaði fyrir 29 snertimörkum og aðeins sex sinnum kastaði hann boltanum til andstæðinga. Þess utan hljóp hann um 800 metra með boltann og skoraði þannig 22 snertimörk. Hann hljóp 160 metra í einum leik. Tebow setti fjölda meta þetta tímabil og vann að lokum Heisman-bikarinn, sem er veittur besta háskólaleikmanninum í landinu. Eftirsótt og virðingarverð verðlaun. Tebow var fyrsti maðurinn í sögunni sem fékk þau strax á öðru ári sínu í háskóla. Svipað var upp á teningnum á þriðja árinu. Tebow sló hvert metið á fætur öðru og aftur varð Flórída Bandaríkjameistari. Tebow varð ekki nema þriðji í Heisman-kjörinu að þessu sinni þó svo að hann fengi flest atkvæði í fyrsta sætið. Á meðal eftirminnilegra meta sem hann sló þetta ár var met yfir flest snertimörk hlaupara hjá skólanum. Það met átti Emmitt Smith, einn besti hlaupari sögunnar, en leikstjórnandinn Tebow skákaði honum. Hugsaði meira um boltann en stelpurMynd/APMargir vildu sjá hann í NFL-valinu eftir þriðja árið en hann ákvað að klára fjórða árið í skólanum. Með aukinni fjölmiðlaumfjöllun fóru fjölmiðlar að gerast ágengari. Einn fjölmiðlamaður veiddi upp úr leikmanninum að hann væri hreinn sveinn. Fékk fjölmiðlamaðurinn miklar skammir fyrir að dreifa slíkum persónuupplýsingum. Leikmaðurinn var að hugsa um íþróttir en ekki stelpur og það sást á spilamennskunni. Í lokaleik sínum kastaði hann og hljóp samtals fyrir um 520 metrum, sem er met í úrslitaleik háskólaboltans. Þrátt fyrir frábæran háskólaferil efuðustu margir um að Tebow hefði það sem til þyrfti í NFL-deildinni. Það sást vel á því að hann var númer 25 í nýliðavalinu hjá Denver. Efasemdarmennirnir eru enn margir en Tebow vinnur þá hægt og rólega á sitt band þessa dagana. Hann er þegar búinn að koma öllum á óvart með spilamennsku sinni í vetur og verður áhugavert að sjá hvaða kraftaverk trúboðinn framkallar í framtíðinni. Stuðningsmenn Denver dýrka og dá hann og trúa því að sjálfur Messías sé lentur í Klettafjöllunum.
Erlendar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Sjá meira