Breska söngkonan Cheryl Cole er greinilega búin að jafna sig á sambandsslitunum við knattspyrnukappann Ashley Cole, en blaðið The Sun hermir að hún sé byrjuð með upptökustjóranum Patrizio Pigliapoco. Hann er 21 árs gamall og því sjö árum yngri en Cole.
Parið kynntist þegar Pigliapoco stjórnaði upptökum Cole vestanhafs og segir The Sun þau vera ástfangin upp fyrir haus. Cole hefur enn ekki staðfest sögusagnirnar.
Kærastinn sjö árum yngri en Cheryl
