Daniel Craig hefur hvatt bíógesti til að fara ekki með börnin sín að sjá nýjustu mynd hans, The Girl with the Dragon Tattoo. Myndin er byggð á samnefndri bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur, þar sem ofbeldi karla gegn konum er í forgrunninum.
„Myndin fjallar um það að raðmorðingjar eru oftast karlar sem drepa konur. Þetta er mynd fyrir fullorðna,“ sagði Craig.
„Þetta er mynd þar sem þú borgar barnapíunni fyrir að vera heima hjá börnunum. Barnapíur eiga eftir að græða mikið á henni, vonandi. Ekki taka börnin með á hana,“ sagði hann.
Vill engin börn í bíó
