Leonardo DiCaprio óskaði þess að hann gæti fitnað hraðar þegar hann var við tökur á mynd um stofnanda FBI-leynilögreglunnar, J. Edgar Hoover.
Hoover var vel í holdum þannig að DiCaprio þurfti að klæðast fitubúningi við tökurnar. „Ég var stanslaust með innilokunarkennd þannig að ég reyndi að fitna svo ég þyrfti ekki að vera í búningnum. Ég gerði mitt besta en það voru bara ekki nógu margar kökur á svæðinu til að það tækist.“
Vildi fitna en gat það ekki
