Bret Michaels, söngvari Poison, hefur boðið aðdáendum sínum afslátt af tónleikum sínum gegn því að þeir komi með mat með sér sem hægt verður að gefa fátækum. Tónleikarnir verða haldnir í Pittsburgh og hvatti Michaels aðdáendur sína á Twitter til að koma með eitthvað matarkyns með sér.
„Komið með dósamat og mat sem endist lengi á tónleikana mína og þið fáið í staðinn ódýrari miða á tónleikana.“
Söngkonan Cyndi Lauper hefur áður brugðið á sama ráð, eða á tónleikum sem hún hélt í New York.
