Lífið

Þrjátíu þúsund sáu Sveppa í bíó

Íslenskar kvikmyndir í bíó árið 2011. Smellið á töfluna til að sjá hana stærri.
Íslenskar kvikmyndir í bíó árið 2011. Smellið á töfluna til að sjá hana stærri.
Algjör Sveppi og töfraskápurinn er vinsælasta íslenska kvikmyndin sem var frumsýnd á þessu ári. Alls sáu hana rúmlega þrjátíu þúsund manns og náði hún í miðasölunni inn tæpum þrjátíu milljónum króna. Barnastjarnan Sverrir Þór Sverrisson má því vel við una fyrir þessa þriðju Sveppa-mynd þeirra Braga Hinrikssonar leikstjóra.

Teiknimyndin Þór, sem var frumsýnd um miðjan október og er enn í bíó, hlaut næstmestu aðsóknina, með tæplega 24 þúsund áhorfendur samkvæmt tölum frá Smáís.

Hún hefur á hinn bóginn þénað örlítið minna en gamandramað Okkar eigin Osló, sem er þriðja vinsælasta mynd ársins með örlítið færri áhorfendur.

Í fjórða sætinu er hasarmyndin Borgríki og þar á eftir kemur verðlaunamyndin Eldfjall, sem var frumsýnd í lok september og er enn í bíó.

Sveppi og félagar við tökur á Algjörum Sveppa og töfraskápnum uppi á Langjökli.
Athygli vekur dræm aðsókn á myndirnar Hrafnar, sóleyjar og myrra og Á annan veg. Fyrrnefndu fjölskyldumyndina sáu tæplega eitt þúsund bíógestir á meðan hin síðarnefnda laðaði að sér innan við 1.300 manns.

Ef allar íslensku myndirnar sem voru sýndar á árinu, þar á meðal Gauragangur og heimildarmyndin Gnarr sem voru frumsýndar í fyrra, nema heildartekjurnar um 137 milljónum króna með aðsókn upp á um 127 þúsund manns.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.