Áfram með smjörið 16. desember 2011 06:00 Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum. Minningin um tómar hillur er samofin minningunni um sósíalískt hagkerfi. Sú minning vaknar þegar birtar eru myndir af tómum norskum hillum, sem eitt sinn geymdu smjör. Noregur er auðvitað ekkert kommúnistaríki, langt því frá, en ástæðan fyrir smjörskortinum er samt í grunninn sú sama. Smjörskorturinn norski stafar auðvitað ekki af „vinsældum kolvetnissnauðra matarkúra“ eða „óvenjuvætusömu sumri“. Það eru afsakanir en ekki ástæður. Grunnástæðan er að eitthvert fólk telur sig vita betur en markaðurinn. Landinu er lokað fyrir erlendri framleiðslu og kvótakerfi komið á til að tryggja að „rétt magn“ sé framleitt. Þegar fólk reynir að stýra markaði lætur það vörumagnið stýrast af „þörf“ og verðlagið af „sanngirni“. En ekki framboði eða eftirspurn. Niðurstaðan verður ýmist smjörfjall eða vöruskortur. Og það þýðir lítið að kenna hamstri eða smjörbraski um ástandið. Vandinn liggur einfaldlega í magni þess smjörs sem framleitt er og verðlagningu þess. Sé mönnum svo umhugað um margnefnt matvælaöryggi má spyrja sig að einu: Hvernig má það annars vera að einu vörurnar sem reglulega skortir eru þær sem allt er gert til að tryggja nægt framboð af? Stutt er síðan við upplifðum skort á nautakjöti og þar áður kjúklingakjöti. Flestir yfir fertugu hafa lifað nokkur mjólkurverkföll. Nú vantar smjör í Noregi. Aldrei vantar samt kók, súkkulaði eða aðrar ónauðsynjavörur. Okkar smjör!Norðmenn vildu fá að kaupa smjör frá Íslendingum. Því var neitað, með þeim orðum stjórnanda einokunarrisans að það „væri nóg smjör til á Íslandi“ en að það væri „okkar smjör“. Það er skiljanlegt að einokunaraðilinn vilji ekki opnun. Þannig myndu líkur aukast á því að einhvern tímann snerist dæmið við og við Íslendingar myndum flytja inn útlenskt smjör (þeirra smjör) í okkar búðir. Við gætum komist á lagið með að borða þeirra smjör og okkur gæti jafnvel þótt það gott. Þá hugsun má einokunarrisinn ekki hugsa til enda. En sú ákvörðun að stofna ekki til viðskiptatengsla við Norðmenn er auðvitað ekki góð, sé litið til hagsmuna Íslendinga til lengri tíma. Það er auðvitað best fyrir alla að íslensk fyrirtæki selji allt það smjör sem þau geti losað sig við og íslenskar búðir geti keypt smjör frá hvaða birgjum sem er, innlendum eða erlendum. Þannig verður framboð matvöru best tryggt. Menn hugsa stundum: „Setjum upp tollamúra til verndar innlendri framleiðslu, við fellum þá bara tímabundið niður ef innlenda framleiðslan hefur ekki undan.“ Reynsla Norðmanna sýnir nú hins vegar að varasamt er að treysta á slíkt. Birgjar í Danmörku meta viðskiptasambönd sín við aðra evrópska kaupendur meira en skammtímagróða í viðskiptum við Norðmenn. Litlu máli skiptir þótt Norðmenn hafi ákveðið að lækka tolla í nokkrar vikur. Heimsins falskasta öryggiMatvælaöryggi er hugsanlega alvöruhugtak, en í íslenskri þjóðmálaumræðu er það einungis notað sem feluorð yfir „tolla og innflutningshöft“. Sú viðleitni að vilja framleiða sæmilegt magn fæðu innanlands til að bregðast við óvissuástandi erlendis hljómar kannski ekki fáránlega en hún veitir ekki mjög mikla eða breiða tryggingu. Það sýnir sannast sagna ansi takmarkað ímyndunarafl að rækta mat við rætur eldfjalla og miða alla umræðu um matvælaöryggi við ytri ógnir. Fuglar og svín eru alin upp á innfluttu fóðri. Um 40% allrar mjólkur landsins fara um eitt hús á Selfossi. Náttúruhamfarir geta auðveldlega sett stóran hluta innlendrar hey- og lambakjötsframleiðslu úr skorðum. Hvað gerum við þá? Reynsla Norðmanna sýnir að það þýðir ekki endilega að banka upp á hjá nágrannanum og biðja um mat rétt fyrir jólin ef maður yrðir ekki á hann aðra daga ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum. Minningin um tómar hillur er samofin minningunni um sósíalískt hagkerfi. Sú minning vaknar þegar birtar eru myndir af tómum norskum hillum, sem eitt sinn geymdu smjör. Noregur er auðvitað ekkert kommúnistaríki, langt því frá, en ástæðan fyrir smjörskortinum er samt í grunninn sú sama. Smjörskorturinn norski stafar auðvitað ekki af „vinsældum kolvetnissnauðra matarkúra“ eða „óvenjuvætusömu sumri“. Það eru afsakanir en ekki ástæður. Grunnástæðan er að eitthvert fólk telur sig vita betur en markaðurinn. Landinu er lokað fyrir erlendri framleiðslu og kvótakerfi komið á til að tryggja að „rétt magn“ sé framleitt. Þegar fólk reynir að stýra markaði lætur það vörumagnið stýrast af „þörf“ og verðlagið af „sanngirni“. En ekki framboði eða eftirspurn. Niðurstaðan verður ýmist smjörfjall eða vöruskortur. Og það þýðir lítið að kenna hamstri eða smjörbraski um ástandið. Vandinn liggur einfaldlega í magni þess smjörs sem framleitt er og verðlagningu þess. Sé mönnum svo umhugað um margnefnt matvælaöryggi má spyrja sig að einu: Hvernig má það annars vera að einu vörurnar sem reglulega skortir eru þær sem allt er gert til að tryggja nægt framboð af? Stutt er síðan við upplifðum skort á nautakjöti og þar áður kjúklingakjöti. Flestir yfir fertugu hafa lifað nokkur mjólkurverkföll. Nú vantar smjör í Noregi. Aldrei vantar samt kók, súkkulaði eða aðrar ónauðsynjavörur. Okkar smjör!Norðmenn vildu fá að kaupa smjör frá Íslendingum. Því var neitað, með þeim orðum stjórnanda einokunarrisans að það „væri nóg smjör til á Íslandi“ en að það væri „okkar smjör“. Það er skiljanlegt að einokunaraðilinn vilji ekki opnun. Þannig myndu líkur aukast á því að einhvern tímann snerist dæmið við og við Íslendingar myndum flytja inn útlenskt smjör (þeirra smjör) í okkar búðir. Við gætum komist á lagið með að borða þeirra smjör og okkur gæti jafnvel þótt það gott. Þá hugsun má einokunarrisinn ekki hugsa til enda. En sú ákvörðun að stofna ekki til viðskiptatengsla við Norðmenn er auðvitað ekki góð, sé litið til hagsmuna Íslendinga til lengri tíma. Það er auðvitað best fyrir alla að íslensk fyrirtæki selji allt það smjör sem þau geti losað sig við og íslenskar búðir geti keypt smjör frá hvaða birgjum sem er, innlendum eða erlendum. Þannig verður framboð matvöru best tryggt. Menn hugsa stundum: „Setjum upp tollamúra til verndar innlendri framleiðslu, við fellum þá bara tímabundið niður ef innlenda framleiðslan hefur ekki undan.“ Reynsla Norðmanna sýnir nú hins vegar að varasamt er að treysta á slíkt. Birgjar í Danmörku meta viðskiptasambönd sín við aðra evrópska kaupendur meira en skammtímagróða í viðskiptum við Norðmenn. Litlu máli skiptir þótt Norðmenn hafi ákveðið að lækka tolla í nokkrar vikur. Heimsins falskasta öryggiMatvælaöryggi er hugsanlega alvöruhugtak, en í íslenskri þjóðmálaumræðu er það einungis notað sem feluorð yfir „tolla og innflutningshöft“. Sú viðleitni að vilja framleiða sæmilegt magn fæðu innanlands til að bregðast við óvissuástandi erlendis hljómar kannski ekki fáránlega en hún veitir ekki mjög mikla eða breiða tryggingu. Það sýnir sannast sagna ansi takmarkað ímyndunarafl að rækta mat við rætur eldfjalla og miða alla umræðu um matvælaöryggi við ytri ógnir. Fuglar og svín eru alin upp á innfluttu fóðri. Um 40% allrar mjólkur landsins fara um eitt hús á Selfossi. Náttúruhamfarir geta auðveldlega sett stóran hluta innlendrar hey- og lambakjötsframleiðslu úr skorðum. Hvað gerum við þá? Reynsla Norðmanna sýnir að það þýðir ekki endilega að banka upp á hjá nágrannanum og biðja um mat rétt fyrir jólin ef maður yrðir ekki á hann aðra daga ársins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun