Litlir sigrar Ólafur Stephensen skrifar 17. desember 2011 07:00 Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um síðustu helgi var líklega það skársta sem var pólitískt mögulegt. Um tíma leit út fyrir að ekkert samkomulag næðist og að heimsbyggðin hefði gefizt upp í glímunni við hlýnun loftslags af mannavöldum. Þótt nokkur árangur hafi þannig náðst, er þó hætt við að nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálunum nái of skammt og komi of seint. Samkomulagið er í grundvallaratriðum þríþætt. Í fyrsta lagi taka ríki Evrópusambandsins og fáein til viðbótar, þar á meðal Ísland, á sig áframhaldandi skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012 undir merkjum Kyoto-bókunarinnar. Í öðru lagi kemur á móti samkomulag um að öll ríki heims, líka þróunarríki sem til þessa hafa verið undanþegin slíkum skuldbindingum, geri fyrir árið 2015 lagalega bindandi samning um samdrátt útblásturs. Sá samningur á þó ekki að ganga í gildi fyrr en 2020. Í þriðja lagi á að stofna risavaxinn sjóð til að hjálpa þróunarríkjunum að uppfylla skuldbindingar sínar. Þessar þrjár stoðir samkomulagsins eru í raun allar valtar. Bandaríkin, Kanada og fleiri ríki sem áttu að taka á sig samdrátt í útblæstri samkvæmt Kyoto-bókuninni hafa nú gengið úr skaftinu. Ríkin sem eftir eru og axla alla ábyrgð á verkinu næstu árin, standa eingöngu fyrir um 15% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Ástandið í ríkisfjármálum iðnríkjanna vekur ekki bjartsýni um að sjóðurinn verði eins stór og hann á að verða. Og enn er eftir að semja samninginn, sem á að vera tilbúinn 2015. Vísindamenn benda á að úr því sem komið er sé ólíklegt að hægt sé að koma í veg fyrir að loftslag á Jörðinni hlýni um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. Það getur haft alvarlegar og óafturkallanlegar afleiðingar í för með sér fyrir veðurfar, lífríki og mannlíf á hnettinum eins og rakið var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag. Þrátt fyrir þetta er ekki allt svart. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, benti í ræðu sinni í Durban á að fjárfesting í hreinni orku hefði fimmfaldazt á undanförnum sex árum. Margt er að gerast í þróun nýrra orkukosta, bæði í iðnríkjunum og vanþróaðri ríkjum, þar sem skilningur fer vaxandi á að efnahagsframfarir verða að eiga sér stað á forsendum sjálfbærrar þróunar. Fordæmi Vesturlanda, sem hafa auðgazt en um leið mengað hnöttinn og gengið gróflega á auðlindir hans, er ekki eftirsóknarvert. Hér á litla Íslandi getum við út af fyrir sig verið stolt af að vera í hópi þeirra ríkja, sem á næstu árum hyggjast uppfylla skyldur sínar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt metnaðarfulla áætlun um það hvernig það skuli gert. Frétt af litlum sigri birtist í Fréttablaðinu í gær; einn af togurum Samherja sneri heim úr veiðitúr þar sem eldsneytið var lífdísill úr steikingarolíu og dýrafitu. Baráttan við loftslagsbreytingarnar vinnst með mörgum fleiri slíkum sigrum, sem safnast þegar saman koma. Við eigum að halda ótrauð áfram og reyna að sýna gott fordæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um síðustu helgi var líklega það skársta sem var pólitískt mögulegt. Um tíma leit út fyrir að ekkert samkomulag næðist og að heimsbyggðin hefði gefizt upp í glímunni við hlýnun loftslags af mannavöldum. Þótt nokkur árangur hafi þannig náðst, er þó hætt við að nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálunum nái of skammt og komi of seint. Samkomulagið er í grundvallaratriðum þríþætt. Í fyrsta lagi taka ríki Evrópusambandsins og fáein til viðbótar, þar á meðal Ísland, á sig áframhaldandi skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012 undir merkjum Kyoto-bókunarinnar. Í öðru lagi kemur á móti samkomulag um að öll ríki heims, líka þróunarríki sem til þessa hafa verið undanþegin slíkum skuldbindingum, geri fyrir árið 2015 lagalega bindandi samning um samdrátt útblásturs. Sá samningur á þó ekki að ganga í gildi fyrr en 2020. Í þriðja lagi á að stofna risavaxinn sjóð til að hjálpa þróunarríkjunum að uppfylla skuldbindingar sínar. Þessar þrjár stoðir samkomulagsins eru í raun allar valtar. Bandaríkin, Kanada og fleiri ríki sem áttu að taka á sig samdrátt í útblæstri samkvæmt Kyoto-bókuninni hafa nú gengið úr skaftinu. Ríkin sem eftir eru og axla alla ábyrgð á verkinu næstu árin, standa eingöngu fyrir um 15% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Ástandið í ríkisfjármálum iðnríkjanna vekur ekki bjartsýni um að sjóðurinn verði eins stór og hann á að verða. Og enn er eftir að semja samninginn, sem á að vera tilbúinn 2015. Vísindamenn benda á að úr því sem komið er sé ólíklegt að hægt sé að koma í veg fyrir að loftslag á Jörðinni hlýni um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. Það getur haft alvarlegar og óafturkallanlegar afleiðingar í för með sér fyrir veðurfar, lífríki og mannlíf á hnettinum eins og rakið var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag. Þrátt fyrir þetta er ekki allt svart. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, benti í ræðu sinni í Durban á að fjárfesting í hreinni orku hefði fimmfaldazt á undanförnum sex árum. Margt er að gerast í þróun nýrra orkukosta, bæði í iðnríkjunum og vanþróaðri ríkjum, þar sem skilningur fer vaxandi á að efnahagsframfarir verða að eiga sér stað á forsendum sjálfbærrar þróunar. Fordæmi Vesturlanda, sem hafa auðgazt en um leið mengað hnöttinn og gengið gróflega á auðlindir hans, er ekki eftirsóknarvert. Hér á litla Íslandi getum við út af fyrir sig verið stolt af að vera í hópi þeirra ríkja, sem á næstu árum hyggjast uppfylla skyldur sínar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt metnaðarfulla áætlun um það hvernig það skuli gert. Frétt af litlum sigri birtist í Fréttablaðinu í gær; einn af togurum Samherja sneri heim úr veiðitúr þar sem eldsneytið var lífdísill úr steikingarolíu og dýrafitu. Baráttan við loftslagsbreytingarnar vinnst með mörgum fleiri slíkum sigrum, sem safnast þegar saman koma. Við eigum að halda ótrauð áfram og reyna að sýna gott fordæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun