Afstaða „einfeldninga“ Þorsteinn Pálsson skrifar 17. desember 2011 07:00 Utanríkisráðherrann hefur lýst þeirri skoðun sinni að það væri andstætt íslenskum hagsmunum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið nú. Það allra jákvæðasta sem formælendur kröfunnar um viðræðuslit geta sagt er að sú afstaða lýsi einfeldningshætti. Nýleg könnun bendir til að sú umsögn eigi ekki einasta við utanríkisráðherrann heldur nærri tvo þriðju hluta þjóðarinnar. Skoðanakannanir um stuðning við að ljúka aðildarviðræðunum lýsa að sönnu ekki afstöðu til hugsanlegs samnings. En það er athyglisvert að þrátt fyrir fjármálavanda evruríkjanna er öruggur meirihlutastuðningur við þá afstöðu utanríkisráðherra að snúa ekki við í miðju straumvatninu. Samkomulag leiðtoga Evrópusambandsins á dögunum þar sem Bretar einir skárust úr leik dregur upp meginlínur um markvissari stöðugleikastefnu. Hennar er þörf á innri markaðnum bæði fyrir evruríkin og hin sem hafa hvert sína mynt. Bráðavandinn er hins vegar ekki úr sögunni. Ekki er enn útséð hvernig verst settu aðildarríkjunum tekst að bregðast við honum og margar fjármálastofnanir á meginlandinu standa höllum fæti. Af hverju hefur þessi órói ekki breytt afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna? Trúlegasta skýringin er sú að flestum er ljóst að þrátt fyrir erfiðleikana innan evrusvæðisins er hinn kosturinn ekki betri. Sú staðreynd að stjórnendur peningamála gátu ekki komið í veg fyrir hrun krónunnar þrátt fyrir góðan vilja er einfaldlega geymd en ekki gleymd. Óróinn á evrusvæðinu megnar því ekki að stöðva þá sem vilja láta reyna til þrautar á aðra kosti. Krafan um viðræðuslit virðist veikjast eftir því sem formælendur hennar gerast stóryrtari í persónulýsingum á þeim sem tala í samræmi við það sem kannanir segja að sé vilji meirihluta fólksins í landinu.Þrjú flokksþing og undirskriftasöfnun Baráttan fyrir viðræðuslitum hófst á útmánuðum árið 2010 með þingsályktunartillögu. Síðan hafa nokkrar tillögur af því tagi verið fluttar. Hvorki flutningsmenn né ríkisstjórnin hafa knúið á um atkvæðagreiðslu. Það lýsir veikleika beggja. Samtökin Heimssýn stóðu að baki þessum tillöguflutningi í byrjun. Þau höfðu erindi sem erfiði á aukalandsfundi Sjálfstæðisflokksins sumarið 2010. Þá var gengið út frá því að VG myndi samþykkja kröfu um viðræðuslit á flokksráðsfundi um haustið. Þau áform fóru út um þúfur og í framhaldinu flosnaði vinstri armur VG upp. Næsta tilraun var gerð á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr á þessu ári. Sú tilraun mistókst einnig. Á haustmánuðum var síðan gerð enn ein tilraun til að knýja á um framgang kröfunnar um viðræðuslit með skipulagðri undirskriftasöfnun á netinu. Hún misheppnaðist. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði voru ályktanir um viðræðuslit felldar með afgerandi meirihluta. Að þessu leyti var blaðinu snúið við frá árinu áður. Andstaðan við viðræðuslit segir að sjálfsögðu ekki alla söguna um afstöðu manna til aðildar. Á hinn bóginn liggur nú fyrir að æðstu valdastofnanir þeirra þriggja flokka sem ekki hafa aðild á dagskrá hafa hafnað kröfunni um viðræðuslit. Það segir sína sögu.Gera þarf nýja tímaáætlun Þótt orðspor Íslands kunni að versna verði umsóknin dregin til baka er það ekki neitt aðalatriði. Aðild Íslands er leiðtogum Evrópusambandsins ekki það kappsmál þó að þeir hafi boðið Íslendinga velkomna. Málið snýst um það sem forystumenn ASÍ hafa fært rík rök fyrir að undanförnu, að stöðugleiki í peningamálum er nauðsynlegur til þess að verja hagsmuni almennings. Þeir hafa einnig sýnt fram á hversu vonlítið er að ná því takmarki með krónunni. Stefna meirihluta forystumanna atvinnulífsins er einnig skýr um stöðugri mynt og samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Það eru þessir íslensku hagsmunir sem kalla á staðfestu. Fjármálaóróleikinn í Evrópu gefur á hinn bóginn tilefni til að endurskoða tímaáætlun viðræðnanna. Skynsemisrök mæla með því að taka nokkurn tíma í að leggja mat á nýjar aðstæður og ræða hvar við viljum staðsetja Ísland ef Evrópusamstarfið verður lagskiptara en verið hefur. Klofningurinn í ríkisstjórninni leiðir til sömu niðurstöðu. Hvernig á fjármálaráðherra sem stendur fast á því að halda í íslensku krónuna að móta samningsmarkmið um aðild að evrópska myntbandalaginu? Það er ekki mannlegt að vera svo tvöfaldur í roðinu. Til þess að ljúka viðræðunum þarf meirihluta sem getur fellt sig við þau pólitísku og efnahagslegu markmið sem felast í aðild. Þó að hann blasi ekki við getur margt gerst á komandi ári. Pólitíska staðan er ekki endilega eins lokuð og verið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Utanríkisráðherrann hefur lýst þeirri skoðun sinni að það væri andstætt íslenskum hagsmunum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið nú. Það allra jákvæðasta sem formælendur kröfunnar um viðræðuslit geta sagt er að sú afstaða lýsi einfeldningshætti. Nýleg könnun bendir til að sú umsögn eigi ekki einasta við utanríkisráðherrann heldur nærri tvo þriðju hluta þjóðarinnar. Skoðanakannanir um stuðning við að ljúka aðildarviðræðunum lýsa að sönnu ekki afstöðu til hugsanlegs samnings. En það er athyglisvert að þrátt fyrir fjármálavanda evruríkjanna er öruggur meirihlutastuðningur við þá afstöðu utanríkisráðherra að snúa ekki við í miðju straumvatninu. Samkomulag leiðtoga Evrópusambandsins á dögunum þar sem Bretar einir skárust úr leik dregur upp meginlínur um markvissari stöðugleikastefnu. Hennar er þörf á innri markaðnum bæði fyrir evruríkin og hin sem hafa hvert sína mynt. Bráðavandinn er hins vegar ekki úr sögunni. Ekki er enn útséð hvernig verst settu aðildarríkjunum tekst að bregðast við honum og margar fjármálastofnanir á meginlandinu standa höllum fæti. Af hverju hefur þessi órói ekki breytt afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna? Trúlegasta skýringin er sú að flestum er ljóst að þrátt fyrir erfiðleikana innan evrusvæðisins er hinn kosturinn ekki betri. Sú staðreynd að stjórnendur peningamála gátu ekki komið í veg fyrir hrun krónunnar þrátt fyrir góðan vilja er einfaldlega geymd en ekki gleymd. Óróinn á evrusvæðinu megnar því ekki að stöðva þá sem vilja láta reyna til þrautar á aðra kosti. Krafan um viðræðuslit virðist veikjast eftir því sem formælendur hennar gerast stóryrtari í persónulýsingum á þeim sem tala í samræmi við það sem kannanir segja að sé vilji meirihluta fólksins í landinu.Þrjú flokksþing og undirskriftasöfnun Baráttan fyrir viðræðuslitum hófst á útmánuðum árið 2010 með þingsályktunartillögu. Síðan hafa nokkrar tillögur af því tagi verið fluttar. Hvorki flutningsmenn né ríkisstjórnin hafa knúið á um atkvæðagreiðslu. Það lýsir veikleika beggja. Samtökin Heimssýn stóðu að baki þessum tillöguflutningi í byrjun. Þau höfðu erindi sem erfiði á aukalandsfundi Sjálfstæðisflokksins sumarið 2010. Þá var gengið út frá því að VG myndi samþykkja kröfu um viðræðuslit á flokksráðsfundi um haustið. Þau áform fóru út um þúfur og í framhaldinu flosnaði vinstri armur VG upp. Næsta tilraun var gerð á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr á þessu ári. Sú tilraun mistókst einnig. Á haustmánuðum var síðan gerð enn ein tilraun til að knýja á um framgang kröfunnar um viðræðuslit með skipulagðri undirskriftasöfnun á netinu. Hún misheppnaðist. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði voru ályktanir um viðræðuslit felldar með afgerandi meirihluta. Að þessu leyti var blaðinu snúið við frá árinu áður. Andstaðan við viðræðuslit segir að sjálfsögðu ekki alla söguna um afstöðu manna til aðildar. Á hinn bóginn liggur nú fyrir að æðstu valdastofnanir þeirra þriggja flokka sem ekki hafa aðild á dagskrá hafa hafnað kröfunni um viðræðuslit. Það segir sína sögu.Gera þarf nýja tímaáætlun Þótt orðspor Íslands kunni að versna verði umsóknin dregin til baka er það ekki neitt aðalatriði. Aðild Íslands er leiðtogum Evrópusambandsins ekki það kappsmál þó að þeir hafi boðið Íslendinga velkomna. Málið snýst um það sem forystumenn ASÍ hafa fært rík rök fyrir að undanförnu, að stöðugleiki í peningamálum er nauðsynlegur til þess að verja hagsmuni almennings. Þeir hafa einnig sýnt fram á hversu vonlítið er að ná því takmarki með krónunni. Stefna meirihluta forystumanna atvinnulífsins er einnig skýr um stöðugri mynt og samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Það eru þessir íslensku hagsmunir sem kalla á staðfestu. Fjármálaóróleikinn í Evrópu gefur á hinn bóginn tilefni til að endurskoða tímaáætlun viðræðnanna. Skynsemisrök mæla með því að taka nokkurn tíma í að leggja mat á nýjar aðstæður og ræða hvar við viljum staðsetja Ísland ef Evrópusamstarfið verður lagskiptara en verið hefur. Klofningurinn í ríkisstjórninni leiðir til sömu niðurstöðu. Hvernig á fjármálaráðherra sem stendur fast á því að halda í íslensku krónuna að móta samningsmarkmið um aðild að evrópska myntbandalaginu? Það er ekki mannlegt að vera svo tvöfaldur í roðinu. Til þess að ljúka viðræðunum þarf meirihluta sem getur fellt sig við þau pólitísku og efnahagslegu markmið sem felast í aðild. Þó að hann blasi ekki við getur margt gerst á komandi ári. Pólitíska staðan er ekki endilega eins lokuð og verið hefur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun