Vandinn nær til allt of margra barna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 27. desember 2011 11:00 Ákveðið hefur verið að verja 25 milljörðum króna til vitundarvakningar gegn kynbundnu ofbeldi á næsta ári. Þá munu öll börn í öðrum og tíunda bekk frá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum, sömuleiðis kennarar og annað starfsfólk skólanna. Samkvæmt skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi árið 2011 berast barnaverndarnefndum 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi á ári. Það er því ljóst að kynferðislegt ofbeldi er umfangsmikill vandi sem nær til margra barna. Til þessa hafa forvarnir gegn þessari vá þó ekki verið unnar með skipulegum hætti og enginn aðili hefur borið ábyrgð á málaflokknum. Málefnið lá enda í þagnargildi þar til fyrir fáum árum en fyrir tilstilli félagasamtaka, fyrst Stígamóta og svo einnig Blátt áfram sem hafa einbeitt sér að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, hefur þagnarmúrinn verið rofinn Á vegum þessara samtaka hefur einnig verið unnið fræðslustarf sem máli skiptir. Einn þáttur í sáttmála Evrópusambandsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum, sem Ísland er aðili að, fjallar um að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Veiting fjárins til verkefnisins er þannig liður í að standa við þetta ákvæði samningsins. Í ljósi umfangs kynferðisbrota gegn börnum blasir við nauðsyn skipulegra forvarna sem ná til allra barna. Það er mikilvægt að litið sé á forvarnirnar sem viðbót við skyldubundna fræðslu barna en ekki aðeins sem verkefni sem tekur enda. Að sama skapi er mikilvægt að þessi fræðsla sé byggð á faglegum grunni og sé í samræmi við þroska og reynslu þeirra nemenda sem hún beinist að. Það skiptir líka máli að fræðsla um kynferðislegt ofbeldi sé sett í samhengi við þann raunveruleika sem börn búa við. Jafnframt því sem fræðslan beinist að því að styrkja börn til þess að þau verði síður þolendur kynferðislegs ofbeldis verður að hafa í huga að í barnahópi dagsins í dag er að finna gerendur í kynferðislegu ofbeldi framtíðarinnar. Þessum gerendum þarf að leitast við að fækka. Kynferðislegt ofbeldi byggir á valdamun þar sem gerendur hafa yfirráð yfir þolendum og framfylgja þörfum sínum og óskum án þess að skeyta um tilfinningar þolendanna. Um þetta þarf að fræða. Auk formlegrar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi, orsakir þess og afleiðingar, verður aldrei nægjanlega ítrekað að allt snýst þetta um kærleika og virðingu og í kynferðislegu ofbeldi felst skortur á hvoru tveggja. Sá sem virðir náunga sinn, þykir vænt um hann og lítur á hann sem jafningja er mun síður líklegur til að brjóta á honum með hvaða hætti sem er en sá sem byggir samskipti sín á virðingarleysi og valdamun. Það er ljóst að megináherslan í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi verður að vera í vinnu með börnum. Markmiðið hlýtur að vera að þau sem eru börn í dag verði aldrei nokkurn tíma þolendur eða gerendur í kynferðisbrotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Ákveðið hefur verið að verja 25 milljörðum króna til vitundarvakningar gegn kynbundnu ofbeldi á næsta ári. Þá munu öll börn í öðrum og tíunda bekk frá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum, sömuleiðis kennarar og annað starfsfólk skólanna. Samkvæmt skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi árið 2011 berast barnaverndarnefndum 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi á ári. Það er því ljóst að kynferðislegt ofbeldi er umfangsmikill vandi sem nær til margra barna. Til þessa hafa forvarnir gegn þessari vá þó ekki verið unnar með skipulegum hætti og enginn aðili hefur borið ábyrgð á málaflokknum. Málefnið lá enda í þagnargildi þar til fyrir fáum árum en fyrir tilstilli félagasamtaka, fyrst Stígamóta og svo einnig Blátt áfram sem hafa einbeitt sér að kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, hefur þagnarmúrinn verið rofinn Á vegum þessara samtaka hefur einnig verið unnið fræðslustarf sem máli skiptir. Einn þáttur í sáttmála Evrópusambandsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum, sem Ísland er aðili að, fjallar um að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Veiting fjárins til verkefnisins er þannig liður í að standa við þetta ákvæði samningsins. Í ljósi umfangs kynferðisbrota gegn börnum blasir við nauðsyn skipulegra forvarna sem ná til allra barna. Það er mikilvægt að litið sé á forvarnirnar sem viðbót við skyldubundna fræðslu barna en ekki aðeins sem verkefni sem tekur enda. Að sama skapi er mikilvægt að þessi fræðsla sé byggð á faglegum grunni og sé í samræmi við þroska og reynslu þeirra nemenda sem hún beinist að. Það skiptir líka máli að fræðsla um kynferðislegt ofbeldi sé sett í samhengi við þann raunveruleika sem börn búa við. Jafnframt því sem fræðslan beinist að því að styrkja börn til þess að þau verði síður þolendur kynferðislegs ofbeldis verður að hafa í huga að í barnahópi dagsins í dag er að finna gerendur í kynferðislegu ofbeldi framtíðarinnar. Þessum gerendum þarf að leitast við að fækka. Kynferðislegt ofbeldi byggir á valdamun þar sem gerendur hafa yfirráð yfir þolendum og framfylgja þörfum sínum og óskum án þess að skeyta um tilfinningar þolendanna. Um þetta þarf að fræða. Auk formlegrar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi, orsakir þess og afleiðingar, verður aldrei nægjanlega ítrekað að allt snýst þetta um kærleika og virðingu og í kynferðislegu ofbeldi felst skortur á hvoru tveggja. Sá sem virðir náunga sinn, þykir vænt um hann og lítur á hann sem jafningja er mun síður líklegur til að brjóta á honum með hvaða hætti sem er en sá sem byggir samskipti sín á virðingarleysi og valdamun. Það er ljóst að megináherslan í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi verður að vera í vinnu með börnum. Markmiðið hlýtur að vera að þau sem eru börn í dag verði aldrei nokkurn tíma þolendur eða gerendur í kynferðisbrotum.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun