Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 10. febrúar 2011 10:30 Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Nordic Photos/Getty Images Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018. Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira