Laðast að sögum um konur í krísu 22. september 2011 09:00 Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona frumsýnir útskriftarstuttmynd sína, Útrás Reykjavík, á RIFF-hátíðinni. Fréttablaðið/Valli Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira