Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72 Stefán Hirst í Keflavík skrifar 8. desember 2011 21:54 Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok. Dominos-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok.
Dominos-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum