Við gerum það sem við gerum Atli Fannar Bjarkason skrifar 8. desember 2011 11:45 HAM rankaði heldur betur við sér í sumar og sendi frá sér plötuna Svik, harmur og dauði. Platan hefur fengið frábæra dóma og tónleikar hljómsveitarinnar, þótt fáir séu, eru ávallt eins og í gamla daga: Troðfullir af sveittum aðdáendum. Það merkilega er hins vegar að aðdáendurnir virðast vera á öllum aldri. Sigurjón Kjartansson, gítarleikari og söngvari HAM, hefur engar skýringar á því. „Ég vona að það sé vegna þess að við reynum að vera heilir í því sem við gerum. Það er ágætt að hugsa ekki of mikið um hvað við erum að gera. Við vitum ekkert allt of mikið hvað við erum að gera. Sem er mjög heilbrigt í allri listsköpun — vera ekki að greina hlutina of mikið. Ég held að það sé hluti af því sem er HAM. Við gerum það sem við gerum."Heldurðu að það geti spilað í inn í að unnendur þungarokks halda alltaf tryggð við sína tónlist? „Við höfum aldrei litið svo á að við séum að spila þungarokk."Hvað eruð þið þá að spila? „Ég veit það ekki. Einhvers konar kuldarokk. Við höfum aldrei reynt að greina það. Það hefur komið einhver massi og við erum mjög hrifnir af honum. Þessum hljóðmassa sem okkur tekst að búa til. Við höfum aldrei verið meðvitaðir um að við séum að búa til einhvers konar þungarokk. Þungarokkarar hafa verið mjög ásæknir í okkur og við erum mjög ánægðir með þá, enda afskaplega kærleiksríkt og yndislegt fólk." Svik, harmur og dauði hefur selst talsvert betur en fyrri verk HAM. Spurður hvort HAM hafi búist við þessum viðtökum segir Sigurjón að þeir hafi vonast til að fá góðar viðtökur, enda sjálfir ánægðir með plötuna. „En við vorum ekki að búast við neinu sérstöku. Það var nokkuð heilbrigt viðhorf gagnvart þessari plötu. Ég hafði samt þá tilfinningu að ég yrði ekki ánægður ef hún fengi slæmar viðtökur, eins og eðli mannsins er. Hitt var mjög ánægjulegt."Öfugt við dómsdagsspár rétthafasamtaka og útgáfufyrirtækja, þar sem allt er á niðurleið. En þið eruð á uppleið. „Reyndar er tónlistarbransinn á mikilli uppleið. Það er alltaf einhver söngur í gangi. Ég sá nýlega einhverjar staðreyndir á netinu sem áttu að vera voða sorglegar fyrir tónlistarbransann. Þar voru alls konar tónlistarmenn sem ég hef ekki einu sinni heyrt minnst á að selja meira en Michael Jackson og Bítlarnir."Já, allir voða sorrí, en svo sýndi þetta að tónlistin rennur út. „Miklu meira, enda meikar það sens. Jarðarbúar eru miklu fleiri en þegar Michael Jackson var upp á sitt besta. Þannig að þessi söngur er vegna þess að þetta hefur breyst. Fólk er ekki að kaupa geisladiska, heldur niðurhal á iTunes. Svo er vöxtur í vínylplötunni." HAM kom fram á Airwaves í ár og fékk meðal annars góða umsögn frá David Fricke, ritstjóra Rolling Stone. Hann hefur lengi verið einn af þekktustu tónlistarblaðamönnum heims, en hérna heima er hann þekktastur fyrir að hafa skrifað lofsamlega um tónleika hljómsveitarinnar Jakobínurínu á Airwaves.Ungar hljómsveitir eru oft með mikla meikdrauma þegar þær koma fram á Airwaves, hvernig var hugarfarið í HAM áður en hljómsveitin steig á svið í Hafnarhúsinu? „Bara að spila góða tónleika. Við pældum ekkert í hvort við værum á Airwaves eða Nasa. Ef við gefum okkur út fyrir að spila á annað borð þá gerum við það vel. Þá æfum við okkur vel og erum þéttir. Við lásum það sem Fricke skrifaði og það sem ýmsir aðrir skrifuðu. Það var voða gaman að sjá það. En við erum ekki með neina meikdrauma. Við höfum samt spilað úti, við spiluðum í Danmörku í vor. Okkur finnst gaman að fara út að spila. Það er ágætistækifæri fyrir okkur félagana að hanga saman. Eins og miðaldra kerlingar sem fara saman til Dublin. Eða verslunarferð til Amsterdam."Það er ekkert rugl á ykkur? „Nei. Okkur skortir rugl." Sigurjón er aðallagahöfundur HAM og skráður fyrir öllum lögunum á Svik, harmi og dauða. Miðað við drungalega tónlistina á plötunni er erfitt að sjá fyrir sér fjölskylduföður í Kópavoginum sitja í húsbóndastólnum með kassagítarinn að skapa slagara á borð við Dauða hóru. „Það er oft þannig. Oft verða lögin samt til í bílnum. Eða þegar ég er einhvers staðar að fást við eitthvað. Svo fer ég heim og glamra það á kassagítarinn og tek upp á símann. Áður tók ég upp á kassettutæki, sem er núna týnt. Því miður."Strákarnir í HAM.En þú hlustar ekkert á þungarokk og neitar að þið spilið þungarokk, en samt er tónlistin svo mikið þungarokk. Maður heyrir meira að segja þekktar klisjur úr þungarokkinu í tónlistinni. Er það bara sjálfsprottið? „Ég hef alveg heyrt heilbrigðan skammt af þungarokki. En ég veit ekki hvað þessar hljómsveitir heita í dag. Það var einhver að segja mér að það væri heilmikið black metal í okkur, en ég hef aldrei heyrt black metal-lag. Ég hef hlustað á Slayer, AC/DC. That's it! Ég þoli ekki Metallica og er ekki úr þessum þungarokksranni. Mér finnst fyrsta platan með New Order góð, skilurðu? Ég er nýbylgjumaður í grunninn. Ég get hlustað á allt. ABBA, til dæmis. Ég læt oft ABBA á fóninn."Nei, er það? „Já. Ég var að hlusta á The Visitors, sem er síðasta ABBA-platan, um daginn."En HAM er búin að vera lengi til, verður HAM alltaf til? „Ég veit það ekki. Við tökum því rólega. Við erum alls ekki að hætta. Okkur finnst nærvera hvers annars mikilvæg með reglulegu millibili. En við erum ekki að plana næstu plötu. Ég er reyndar það ánægður með nýju plötuna að ég gæti sagt stopp, hér og nú. En við förum rólega í þetta. Engar yfirlýsingar." Harmageddon Tónlist Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon
HAM rankaði heldur betur við sér í sumar og sendi frá sér plötuna Svik, harmur og dauði. Platan hefur fengið frábæra dóma og tónleikar hljómsveitarinnar, þótt fáir séu, eru ávallt eins og í gamla daga: Troðfullir af sveittum aðdáendum. Það merkilega er hins vegar að aðdáendurnir virðast vera á öllum aldri. Sigurjón Kjartansson, gítarleikari og söngvari HAM, hefur engar skýringar á því. „Ég vona að það sé vegna þess að við reynum að vera heilir í því sem við gerum. Það er ágætt að hugsa ekki of mikið um hvað við erum að gera. Við vitum ekkert allt of mikið hvað við erum að gera. Sem er mjög heilbrigt í allri listsköpun — vera ekki að greina hlutina of mikið. Ég held að það sé hluti af því sem er HAM. Við gerum það sem við gerum."Heldurðu að það geti spilað í inn í að unnendur þungarokks halda alltaf tryggð við sína tónlist? „Við höfum aldrei litið svo á að við séum að spila þungarokk."Hvað eruð þið þá að spila? „Ég veit það ekki. Einhvers konar kuldarokk. Við höfum aldrei reynt að greina það. Það hefur komið einhver massi og við erum mjög hrifnir af honum. Þessum hljóðmassa sem okkur tekst að búa til. Við höfum aldrei verið meðvitaðir um að við séum að búa til einhvers konar þungarokk. Þungarokkarar hafa verið mjög ásæknir í okkur og við erum mjög ánægðir með þá, enda afskaplega kærleiksríkt og yndislegt fólk." Svik, harmur og dauði hefur selst talsvert betur en fyrri verk HAM. Spurður hvort HAM hafi búist við þessum viðtökum segir Sigurjón að þeir hafi vonast til að fá góðar viðtökur, enda sjálfir ánægðir með plötuna. „En við vorum ekki að búast við neinu sérstöku. Það var nokkuð heilbrigt viðhorf gagnvart þessari plötu. Ég hafði samt þá tilfinningu að ég yrði ekki ánægður ef hún fengi slæmar viðtökur, eins og eðli mannsins er. Hitt var mjög ánægjulegt."Öfugt við dómsdagsspár rétthafasamtaka og útgáfufyrirtækja, þar sem allt er á niðurleið. En þið eruð á uppleið. „Reyndar er tónlistarbransinn á mikilli uppleið. Það er alltaf einhver söngur í gangi. Ég sá nýlega einhverjar staðreyndir á netinu sem áttu að vera voða sorglegar fyrir tónlistarbransann. Þar voru alls konar tónlistarmenn sem ég hef ekki einu sinni heyrt minnst á að selja meira en Michael Jackson og Bítlarnir."Já, allir voða sorrí, en svo sýndi þetta að tónlistin rennur út. „Miklu meira, enda meikar það sens. Jarðarbúar eru miklu fleiri en þegar Michael Jackson var upp á sitt besta. Þannig að þessi söngur er vegna þess að þetta hefur breyst. Fólk er ekki að kaupa geisladiska, heldur niðurhal á iTunes. Svo er vöxtur í vínylplötunni." HAM kom fram á Airwaves í ár og fékk meðal annars góða umsögn frá David Fricke, ritstjóra Rolling Stone. Hann hefur lengi verið einn af þekktustu tónlistarblaðamönnum heims, en hérna heima er hann þekktastur fyrir að hafa skrifað lofsamlega um tónleika hljómsveitarinnar Jakobínurínu á Airwaves.Ungar hljómsveitir eru oft með mikla meikdrauma þegar þær koma fram á Airwaves, hvernig var hugarfarið í HAM áður en hljómsveitin steig á svið í Hafnarhúsinu? „Bara að spila góða tónleika. Við pældum ekkert í hvort við værum á Airwaves eða Nasa. Ef við gefum okkur út fyrir að spila á annað borð þá gerum við það vel. Þá æfum við okkur vel og erum þéttir. Við lásum það sem Fricke skrifaði og það sem ýmsir aðrir skrifuðu. Það var voða gaman að sjá það. En við erum ekki með neina meikdrauma. Við höfum samt spilað úti, við spiluðum í Danmörku í vor. Okkur finnst gaman að fara út að spila. Það er ágætistækifæri fyrir okkur félagana að hanga saman. Eins og miðaldra kerlingar sem fara saman til Dublin. Eða verslunarferð til Amsterdam."Það er ekkert rugl á ykkur? „Nei. Okkur skortir rugl." Sigurjón er aðallagahöfundur HAM og skráður fyrir öllum lögunum á Svik, harmi og dauða. Miðað við drungalega tónlistina á plötunni er erfitt að sjá fyrir sér fjölskylduföður í Kópavoginum sitja í húsbóndastólnum með kassagítarinn að skapa slagara á borð við Dauða hóru. „Það er oft þannig. Oft verða lögin samt til í bílnum. Eða þegar ég er einhvers staðar að fást við eitthvað. Svo fer ég heim og glamra það á kassagítarinn og tek upp á símann. Áður tók ég upp á kassettutæki, sem er núna týnt. Því miður."Strákarnir í HAM.En þú hlustar ekkert á þungarokk og neitar að þið spilið þungarokk, en samt er tónlistin svo mikið þungarokk. Maður heyrir meira að segja þekktar klisjur úr þungarokkinu í tónlistinni. Er það bara sjálfsprottið? „Ég hef alveg heyrt heilbrigðan skammt af þungarokki. En ég veit ekki hvað þessar hljómsveitir heita í dag. Það var einhver að segja mér að það væri heilmikið black metal í okkur, en ég hef aldrei heyrt black metal-lag. Ég hef hlustað á Slayer, AC/DC. That's it! Ég þoli ekki Metallica og er ekki úr þessum þungarokksranni. Mér finnst fyrsta platan með New Order góð, skilurðu? Ég er nýbylgjumaður í grunninn. Ég get hlustað á allt. ABBA, til dæmis. Ég læt oft ABBA á fóninn."Nei, er það? „Já. Ég var að hlusta á The Visitors, sem er síðasta ABBA-platan, um daginn."En HAM er búin að vera lengi til, verður HAM alltaf til? „Ég veit það ekki. Við tökum því rólega. Við erum alls ekki að hætta. Okkur finnst nærvera hvers annars mikilvæg með reglulegu millibili. En við erum ekki að plana næstu plötu. Ég er reyndar það ánægður með nýju plötuna að ég gæti sagt stopp, hér og nú. En við förum rólega í þetta. Engar yfirlýsingar."
Harmageddon Tónlist Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon