Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 20-19 Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 8. desember 2011 15:15 Tekið á Geir Guðmundssyni í leiknum í kvöld, og Nemanja fær hné á vondan stað. Mynd/Hjalti Þór Hreinsson Akureyri vann Hauka 20-19 í dramatískum spennuleik fyrir norðan í kvöld. Hörður Fannar Sigþórsson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem markmennirnir fóru á kostum. Sveinbjörn varði 11 skot fyrir Akureyri (55%) og Birkir 8 skot hjá Haukum (42%) auk þess sem Aron Rafn kom inn og varði víti. Aðeins þrír leikmenn Akureyrar skoruðu mörkin 11, Oddur fimm og Bjarni fjögur, Hörður tvö. Liðið nýtti nokkur hraðaupphlaup og vörnin spilaði vel. Guðlaugur þar fremstur í flokki að venju. Alls fóru fimm vítaköst forgörðum í fyrri hálfleik, Bjarni klikkaði á tveimur og Oddur einu, Gylfi einu og Stefán einu. Sóknarleikur Hauka gekk illa lengi vel og var Aron Kristjánsson langt frá því að vera sáttur. Hann hraunaði yfir sína menn eftir að hafa lent 4-0 undir. Leikurinn var ágætlega spilaður en fín markvarsla kom í veg fyrir fleiri mörk. Hálfleiksstaðan 11-9. Liðin gerðu bæði mistök í seinni hálfleiknum en Akureyri gekk betur að skora. Eftir rúmar 10 mínútur var liðið komið fjórum mörkum yfir, 16-12. Þá kom við slakur kafli hjá Norðlendingum sem gekk ekkert að skora og Haukar refsuðu strax og jöfnuðu í 16-16 þegar um 12 mínútur voru eftir. Akureyri skoraði ekki mark í heilar 10 mínútur. Leikurinn var spennandi undir lokin, þegar mínúta var eftir var staðan 19-19. Haukar voru í sókn og stemningin gríðarleg meðal 800 áhorfenda. Stefán Rafn tók skotið en það var lélegt og framhjá markinu. Hann var lengi til baka en Akureyri fékk aðeins 15 sekúndur í sóknina. Þegar 5 sekúndur voru eftir fékk Bjarni boltann, hann sendi inn á Hörð sem skoraði sigurmark leiksins. Dramatískur endir á skemmtilegum leik. Birkir Ívar stóð upp úr í liði Hauka, en vörnin var einnig góð. Sveinbjörn varði alls 21 skot í liði Akureyrar en bæði Oddur og Bjarni skoruðu sex mörk. Akureyri er þar með komið með 12 stig í deildinni en Haukar hafa 16 stig. Heimir Örn Árnason: Eins og í KA-heimilinu í gamla dagaGuðmundur Hólmar í baráttunni.Mynd/Hjalti Þór„Þetta minnti mann bara á það þegar maður var í KA heimilinu að horfa á leiki sem fóru 20-19. Bæði lið voru að spila frekar lélegan sóknarleik og skjóta mjög illa. Sveinbjörn "klikk" var frábær í markinu og Bjarni malar og malar, sendir þarna frábæra sendingu undir lokin," sagði Heimir. En hver var munurinn á liðunum? "Við mættum þarna lang heitasta liðinu í deildinni en í dag var munurinn bara hausinn. Varnarleikur eins og hann gerist bestur," sagði Heimir sem var augljóslega orðinn þreyttur, enda ekkert að yngjast. (-bhs) Atli Hilmarsson: "Við áttum þetta inni"Atli á hliðarlínunni í kvöld.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við erum búnir að vera að tapa svona leikjum í vetur en það kom að því að við vorum svolítið heppnir," sagði Atli Hilmarsson eftir leikinn. "Við byrjum þetta vel, komumst í 4-0 og svo vorum við komnir í 16-12 í seinni hálfleik en svo misstum við þetta alltaf niður. Við vorum að spila svolítið mikið á sama mannskapnum og vorum orðnir þreyttir þarna undir restina." "Þegar þeir breyttu um varnarleik og fóru í 6-0 þá vorum við svolítið lengi að átta okkur á því þótt að það hafi ekkert komið okkur á óvart. Við fórum að henda boltanum í hendurnar á þeim og fá á okkur hraðaupphlaup en svo þegar við náðum að koma okkur fyrir í vörn þá stóð hún frábærlega vel." Hvað með áframhaldið á mótinu? "Við erum á lífi og við erum tilbúnir að fara í þessa úrslitakeppni sem er okkar markmið. Við lenntum í smá brekku þarna fyrst en erum komnir á gott skrið," sagði Atli.(-bhs) Aron Kristjánsson: Sjálfir okkur verstirÖll sund lokuð.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við vorum að spila mjög góða vörn og Birkir að verja vel í markinu en sóknarlega þá erum við bara að gera ótrúleg mistök," sagði Aron ósáttur. "Við misstum einbeitninguna og tókum of marga sénsa og það gengur ekki upp. Við vorum samt aldrei langt á eftir þeim, bara 2-3 mörkum. Við vinnum okkur svo inn í þetta og komumst yfir. Við vorum með undirtökin en einstaklingsmitök í vörn voru dýr." "Sóknarlega tókum við sénsa sem er ekki í lagi ef menn vilja vinna leikinn svo er þetta bara að heppnin dettur þeirra megin undir lokin."(-bhs) Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Akureyri vann Hauka 20-19 í dramatískum spennuleik fyrir norðan í kvöld. Hörður Fannar Sigþórsson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem markmennirnir fóru á kostum. Sveinbjörn varði 11 skot fyrir Akureyri (55%) og Birkir 8 skot hjá Haukum (42%) auk þess sem Aron Rafn kom inn og varði víti. Aðeins þrír leikmenn Akureyrar skoruðu mörkin 11, Oddur fimm og Bjarni fjögur, Hörður tvö. Liðið nýtti nokkur hraðaupphlaup og vörnin spilaði vel. Guðlaugur þar fremstur í flokki að venju. Alls fóru fimm vítaköst forgörðum í fyrri hálfleik, Bjarni klikkaði á tveimur og Oddur einu, Gylfi einu og Stefán einu. Sóknarleikur Hauka gekk illa lengi vel og var Aron Kristjánsson langt frá því að vera sáttur. Hann hraunaði yfir sína menn eftir að hafa lent 4-0 undir. Leikurinn var ágætlega spilaður en fín markvarsla kom í veg fyrir fleiri mörk. Hálfleiksstaðan 11-9. Liðin gerðu bæði mistök í seinni hálfleiknum en Akureyri gekk betur að skora. Eftir rúmar 10 mínútur var liðið komið fjórum mörkum yfir, 16-12. Þá kom við slakur kafli hjá Norðlendingum sem gekk ekkert að skora og Haukar refsuðu strax og jöfnuðu í 16-16 þegar um 12 mínútur voru eftir. Akureyri skoraði ekki mark í heilar 10 mínútur. Leikurinn var spennandi undir lokin, þegar mínúta var eftir var staðan 19-19. Haukar voru í sókn og stemningin gríðarleg meðal 800 áhorfenda. Stefán Rafn tók skotið en það var lélegt og framhjá markinu. Hann var lengi til baka en Akureyri fékk aðeins 15 sekúndur í sóknina. Þegar 5 sekúndur voru eftir fékk Bjarni boltann, hann sendi inn á Hörð sem skoraði sigurmark leiksins. Dramatískur endir á skemmtilegum leik. Birkir Ívar stóð upp úr í liði Hauka, en vörnin var einnig góð. Sveinbjörn varði alls 21 skot í liði Akureyrar en bæði Oddur og Bjarni skoruðu sex mörk. Akureyri er þar með komið með 12 stig í deildinni en Haukar hafa 16 stig. Heimir Örn Árnason: Eins og í KA-heimilinu í gamla dagaGuðmundur Hólmar í baráttunni.Mynd/Hjalti Þór„Þetta minnti mann bara á það þegar maður var í KA heimilinu að horfa á leiki sem fóru 20-19. Bæði lið voru að spila frekar lélegan sóknarleik og skjóta mjög illa. Sveinbjörn "klikk" var frábær í markinu og Bjarni malar og malar, sendir þarna frábæra sendingu undir lokin," sagði Heimir. En hver var munurinn á liðunum? "Við mættum þarna lang heitasta liðinu í deildinni en í dag var munurinn bara hausinn. Varnarleikur eins og hann gerist bestur," sagði Heimir sem var augljóslega orðinn þreyttur, enda ekkert að yngjast. (-bhs) Atli Hilmarsson: "Við áttum þetta inni"Atli á hliðarlínunni í kvöld.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við erum búnir að vera að tapa svona leikjum í vetur en það kom að því að við vorum svolítið heppnir," sagði Atli Hilmarsson eftir leikinn. "Við byrjum þetta vel, komumst í 4-0 og svo vorum við komnir í 16-12 í seinni hálfleik en svo misstum við þetta alltaf niður. Við vorum að spila svolítið mikið á sama mannskapnum og vorum orðnir þreyttir þarna undir restina." "Þegar þeir breyttu um varnarleik og fóru í 6-0 þá vorum við svolítið lengi að átta okkur á því þótt að það hafi ekkert komið okkur á óvart. Við fórum að henda boltanum í hendurnar á þeim og fá á okkur hraðaupphlaup en svo þegar við náðum að koma okkur fyrir í vörn þá stóð hún frábærlega vel." Hvað með áframhaldið á mótinu? "Við erum á lífi og við erum tilbúnir að fara í þessa úrslitakeppni sem er okkar markmið. Við lenntum í smá brekku þarna fyrst en erum komnir á gott skrið," sagði Atli.(-bhs) Aron Kristjánsson: Sjálfir okkur verstirÖll sund lokuð.Mynd/Birgir H. Stefánsson"Við vorum að spila mjög góða vörn og Birkir að verja vel í markinu en sóknarlega þá erum við bara að gera ótrúleg mistök," sagði Aron ósáttur. "Við misstum einbeitninguna og tókum of marga sénsa og það gengur ekki upp. Við vorum samt aldrei langt á eftir þeim, bara 2-3 mörkum. Við vinnum okkur svo inn í þetta og komumst yfir. Við vorum með undirtökin en einstaklingsmitök í vörn voru dýr." "Sóknarlega tókum við sénsa sem er ekki í lagi ef menn vilja vinna leikinn svo er þetta bara að heppnin dettur þeirra megin undir lokin."(-bhs)
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira