Innlent

Skýr stefna Íslands í málefnum norðurslóða

Utanríkisráðherra segir að tryggja þurfi hagsmuni Íslands í málefnum norðurslóða
Utanríkisráðherra segir að tryggja þurfi hagsmuni Íslands í málefnum norðurslóða Mynd úr safni / Anton Brink
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði í dag fram þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.

Stefnan miðar að því að tryggja hagsmuni Íslands með tilliti til áhrifa loftslagsbreytinga, umhverfis- og auðlindamála, siglinga og samfélagsþróunar auk þess að efla tengsl og samstarf við önnur ríki og hagsmunaaðila um málefni svæðisins.

Í framsöguræðu sinni benti utanríkisráðherra á að í breytingum sem eru að verða á norðurslóðum vegna loftslagsáhrifa, liggi bæði tækifæri og háski fyrir Íslendinga. Vegna bráðnunar íssins verði æ líklegra að síðar á þessari öld opnist hafsvæði, sem áður voru lokuð fyrir margvíslegri nýtingu, bæði siglingum með ferðafólk og fragt, fiskveiðum, olíu- og gasvinnslu.

Aukin umferð og vinnsla á svæðinu skapi hins vegar líka hættu á slysum er skaði umhverfið og kosti mannslíf.

Utanríkisráðherra sagði mikla vinnu óunna í þessum málaflokki en mikilvægt væri að líta á hana sem fjárfestingu í framtíðarhagsmunum Íslands.

Þingsályktunartillöguna má lesa með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×