H&M í viðræðum um að opna tvær búðir á Íslandi 8. febrúar 2011 10:30 Framkvæmdir standa yfir í fyrrverandi húsnæði Sautján á Laugavegi 89. Hugsanlegt er að H&M verði með bækistöðvar þar í framtíðinni. Mynd/GVA „Við horfum til þess með miklum vonaraugum að fá svona öfluga verslun inn í miðborgina. Hún myndi gjörbreyta umhverfinu á efsta hluta Laugavegarins sem er akkúrat það sem á þarf að halda núna," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Á næstunni ræðst hvort sænska fatakeðjan H&M opnar útibú hér á landi. Eitt skilyrðanna fyrir því að fyrirtækið komi hingað er að það geti opnað tvær verslanir. Viðræður eru uppi um að önnur verslunin verði þar sem Sautján var til húsa á Laugavegi 89. Hin yrði hugsanlega í Smáralind. Ásgeir Bolli Kristinsson í Sautján vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru," segir Jakob Frímann og bætir við að H&M hafi einnig skoðað bæði Kringluna og Smáralind, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Meiri líkur eru taldar á því að verslunin fái inni í Smáralind eins og staðan er í dag. Fatakeðjan er í viðræðum um að opna tvær verslanir hér á landi. Í síðasta mánuði ræddi Fréttablaðið við Håkan Andersson hjá fjölmiðladeild H&M og hann sagði ekkert í plönunum um að opna hér verslun. Sagði hann að það væri einungis orðrómur og ekkert væri staðfest. „Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við að einhver upplýsingafulltrúi viti ekki af öllum þeim þreifingum og samningaviðræðum sem eru búnar að vera í gangi," segir Jakob. Spurður um líkurnar á því að H&M komi til Íslands segir hann: „Það er erfitt að meta það en ég held að það geti brugðið til beggja vona. En ég er að eðlisfari bjartsýnn maður. Ég held að Íslendingar hljóti að eiga heimsmet miðað við höfðatölu í kaupum á varningi frá Hennes & Mauritz, þannig að þessi 330 þúsund manna þjóð hagar sér að sumu leyti eins og þriggja milljóna þjóð þrátt fyrir hrun." Jakob segir stutt í að Svíarnir taki ákvörðun og krossleggur fingur rétt eins fjöldi annarra Íslendinga. „Þangað til skulum við senda þeim okkar sterkustu strauma og vinarþel hinnar gestrisnu þjóðar." freyr@frettabladid.is Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Við horfum til þess með miklum vonaraugum að fá svona öfluga verslun inn í miðborgina. Hún myndi gjörbreyta umhverfinu á efsta hluta Laugavegarins sem er akkúrat það sem á þarf að halda núna," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Á næstunni ræðst hvort sænska fatakeðjan H&M opnar útibú hér á landi. Eitt skilyrðanna fyrir því að fyrirtækið komi hingað er að það geti opnað tvær verslanir. Viðræður eru uppi um að önnur verslunin verði þar sem Sautján var til húsa á Laugavegi 89. Hin yrði hugsanlega í Smáralind. Ásgeir Bolli Kristinsson í Sautján vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru," segir Jakob Frímann og bætir við að H&M hafi einnig skoðað bæði Kringluna og Smáralind, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Meiri líkur eru taldar á því að verslunin fái inni í Smáralind eins og staðan er í dag. Fatakeðjan er í viðræðum um að opna tvær verslanir hér á landi. Í síðasta mánuði ræddi Fréttablaðið við Håkan Andersson hjá fjölmiðladeild H&M og hann sagði ekkert í plönunum um að opna hér verslun. Sagði hann að það væri einungis orðrómur og ekkert væri staðfest. „Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við að einhver upplýsingafulltrúi viti ekki af öllum þeim þreifingum og samningaviðræðum sem eru búnar að vera í gangi," segir Jakob. Spurður um líkurnar á því að H&M komi til Íslands segir hann: „Það er erfitt að meta það en ég held að það geti brugðið til beggja vona. En ég er að eðlisfari bjartsýnn maður. Ég held að Íslendingar hljóti að eiga heimsmet miðað við höfðatölu í kaupum á varningi frá Hennes & Mauritz, þannig að þessi 330 þúsund manna þjóð hagar sér að sumu leyti eins og þriggja milljóna þjóð þrátt fyrir hrun." Jakob segir stutt í að Svíarnir taki ákvörðun og krossleggur fingur rétt eins fjöldi annarra Íslendinga. „Þangað til skulum við senda þeim okkar sterkustu strauma og vinarþel hinnar gestrisnu þjóðar." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira