Innlent

Alda Hrönn hefur kært frávísun vegna klúrra fúkyrða

Karen Kjartansdóttir skrifar
Ríkislögreglustjóri.
Ríkislögreglustjóri.
Saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur kært ákvörðun lögreglunnar um að vísa kæru hennar frá. Kæruna lagði hún fram vegna ummæla forvera hennar í starfi.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, lagði í lok janúar fram kæru á hendur forvera sínum í starfi, Helga Magnúsi Gunnarssyni.

Helgi Magnús var í haust skipaður varasaksóknari í Landsdómsmáli gegn Geir H. Haarde, en Alda Hrönn telur að Helgi hafi verið með ærumeiðingar í sinn garð, þegar hann á að hafa haft um sig klúr fúkyrði í samtali við annan embættismann.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði kærunni hins vegar frá um miðjan febrúar þar sem ekki þótti tilefni til að hefja lögreglurannsókn vegna þessa.

Alda hafði frest fram í miðjan mars mánuð til að kæra þá ákvörðun. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari staðfestir að Alda hafi kært frávísunina. Hann segir að eðli málsins samkvæmt verði reynt að hraða málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×