Útrýming reykingamannsins 4. júní 2011 00:01 Mikið var ég ánægður þegar reykingabannið á veitinga- og skemmtistöðum var kynnt fyrir nokkrum árum. Góð reynsla á reykingabanninu hefur verið notuð til að réttlæta nýtt frumvarp sem nokkrir alþingismenn með Siv Friðleifsdóttur í broddi fylkingar kynntu á dögunum. Frumvarpið markar næstu skref í hertum aðgerðum gegn reykingamanninum, en nú á að minnka aðgengið í þrepum, banna reykingar á lóðum opinberra bygginga, á gangstéttum, í almenningsgörðum, á baðströndum og á svölum fjölbýlishúsa. Loks á að banna leikurum að reykja í kvikmyndum. Aðgerðirnar eiga að verða til þess að Ísland verði útópískt griðland fólks sem reykir ekki. Reykingamenn verða sjúklingar í miklum minnihluta, enda þurfa þeir að fá lækni til að skrifa upp á veikindi sín og sækja retturnar í apótek gegn afhendingu lyfseðils – verði frumvarpið samþykkt. Hugmyndirnar meika fullkominn sens, enda hefur umræða síðustu daga sýnt okkur að neyslustýring landlæknis á lyfjum gefur góða raun. Ef apótekin eru lokuð er undantekningalaust einhver ósérhlífinn öðlingur búinn að útvega sér aukaskammti sem hann er tilbúinn að deila með öðrum á næsta götuhorni – gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu. Blessuð börnin hafa notið sérstaklega góðs af núverandi kerfi og geta hæglega útvegað sér lyf hvenær sólarhringsins sem er. Það er því engin tilviljun að nýja reykingafrumvarpið sé sett fram með verndun barnanna okkar í huga. Allir vita að börn sýna því sem er bannað einstaklega lítinn áhuga. Fleiri reglur og skert aðgengi mun því verða til þess að börn eyði frekar tíma sínum í heimanám og að aðstoða foreldra sína við heimilisstörfin. Reynslan af kerfinu góða er verðmæt og kemur sér eflaust vel ef landlæknir neyðist til að taka að sér neyslustýringu á tóbaki. Útrýming reykingamannsins er því í sjónmáli þökk sé skilvirkum aðgerðum frumvarps sem er á engan hátt gallað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Mikið var ég ánægður þegar reykingabannið á veitinga- og skemmtistöðum var kynnt fyrir nokkrum árum. Góð reynsla á reykingabanninu hefur verið notuð til að réttlæta nýtt frumvarp sem nokkrir alþingismenn með Siv Friðleifsdóttur í broddi fylkingar kynntu á dögunum. Frumvarpið markar næstu skref í hertum aðgerðum gegn reykingamanninum, en nú á að minnka aðgengið í þrepum, banna reykingar á lóðum opinberra bygginga, á gangstéttum, í almenningsgörðum, á baðströndum og á svölum fjölbýlishúsa. Loks á að banna leikurum að reykja í kvikmyndum. Aðgerðirnar eiga að verða til þess að Ísland verði útópískt griðland fólks sem reykir ekki. Reykingamenn verða sjúklingar í miklum minnihluta, enda þurfa þeir að fá lækni til að skrifa upp á veikindi sín og sækja retturnar í apótek gegn afhendingu lyfseðils – verði frumvarpið samþykkt. Hugmyndirnar meika fullkominn sens, enda hefur umræða síðustu daga sýnt okkur að neyslustýring landlæknis á lyfjum gefur góða raun. Ef apótekin eru lokuð er undantekningalaust einhver ósérhlífinn öðlingur búinn að útvega sér aukaskammti sem hann er tilbúinn að deila með öðrum á næsta götuhorni – gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu. Blessuð börnin hafa notið sérstaklega góðs af núverandi kerfi og geta hæglega útvegað sér lyf hvenær sólarhringsins sem er. Það er því engin tilviljun að nýja reykingafrumvarpið sé sett fram með verndun barnanna okkar í huga. Allir vita að börn sýna því sem er bannað einstaklega lítinn áhuga. Fleiri reglur og skert aðgengi mun því verða til þess að börn eyði frekar tíma sínum í heimanám og að aðstoða foreldra sína við heimilisstörfin. Reynslan af kerfinu góða er verðmæt og kemur sér eflaust vel ef landlæknir neyðist til að taka að sér neyslustýringu á tóbaki. Útrýming reykingamannsins er því í sjónmáli þökk sé skilvirkum aðgerðum frumvarps sem er á engan hátt gallað.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun