Innlent

Látnir lausir gegn tryggingu en fagna í Cannes

Fréttir af handtökum og húsleitum Serious Fraud Office hafa vakið mikla athygli í Bretlandi. Tchenguiz bræður eru stjörnur í samkvæmislífinu og tilkynnti Vincent Tjengí í dag að hann myndi ekki hætta við veislu í snekkju sinni í Cannes - þrátt fyrir að hafa verið handtekinn daginn áður.

Öllum sakborningunum var sleppt gegn tryggingu í gærkvöldi. Líklega er um að ræða svokallað „skilyrðislausa tryggingu" þar sem ekki hefur verið farið fram á farbann.

Simon Bowel, fréttamaður Guardian, sem sérhæfir sig í skrifum um Tchenguiz bræður segir ekkert grín þegar Serious Fraud Office banki upp á.

„Það er enginn vafi á því þegar efnahagsbrotadeild lögreglunnar (SFO) bankar uppá hjá þér í morgunsárið og um er að ræða fólk á borð við þá Tchenguiz-bræður verður það að stórfrétt hér," segir Simon. Hann segir einnig: „Það hefur verið dregin upp sú mynd af þeim bræðrum að þegar betur áraði hjá þeim hefði það verið viðhorf þeirra að ekki væri til sá samningur sem teldist of stór til að skrifa undir en það viðhorf virðist hafa verið ríkjandi fyrir lausafjárkrísuna í fjármálahverfi Lundúna."

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði að yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem handtekinn var hér á landi væri lokið og væntanlega lyki öllum yfirheyrslum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×