Innlent

Stjórnvöld auki ekki á óvissuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Stjórnvöld verða að hætta að tala og gefa yfirlýsingar sem auka alla óvssi í efnahagslífinu, sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í dag.

„Og lýðræðisleg stjórnvöld mættu gjarnan gera annað, strax núna fyrir kvöldmat. það er að láta niður falla tal og yfirlýsingar sem auka alla óvissu, og skapa ímynd hringls og hálfkáks. Hin hagræna þoka er nógu þykk hér á þessari eyju okkar, þótt stjórnvöld bæti ekki á hana, með tali um þjóðnýtingar, eignaupptöku og hina nýju skattaheimspeki sína, sem þau kalla ýmist „you aint´seen nothing yet“ eða „stríðsskattheimtu“, sagði Orri á iðnþinginu.

Hann sagði að ekki þyrfti að koma á óvart að fjárfestar stökkti ekki til og hætti fé inn í kerfi með slíkar nafngiftir. Seðlabankanum vaxi ekki þor til að aflétta höftum á meðan afurð fjárfestinganna, hagvöxtur, láti á sér standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×