Innlent

Týr kom með stálpramma í togi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Varðskipið Týr. Mynd/ Vilhelm.
Varðskipið Týr. Mynd/ Vilhelm.
Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, kom til Reykjavíkur klukkan sex í kvöld með stálpramma í togi sem Landhelgisgæslan hefur svipast eftir um nokkurt skeið. Áhöfn varðskipsins tókst að snara prammann síðdegis í gær eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF fann prammann að nýju.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni olli óveður og slæmt sjólag því að illa gekk að koma taug yfir í prammann sem lá á hvolfi í sjónum. Stafaði skipum og bátum hætta af honum en prammi eins og þessi sést ekki á ratsjá. Pramminn er úr stáli og 8-10 metrar að lengd og um 4 metra breiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×