Innlent

Móðir ánægð með grunnskólann í Hveragerði

Berglind Fjóludóttur segir að dætrum sínum líði vel í grunnskólanum í Hveragerði
Berglind Fjóludóttur segir að dætrum sínum líði vel í grunnskólanum í Hveragerði
„Skólinn er með mjög góða stefnu í eineltissmálum," segir Berglind Fjóludóttir, tveggja barna móðir í Hveragerði. Hún beri skólanum góða sögu og dætrum hennar líði þar vel.

Rætt var við Berglindi í fréttum Stöðvar 2 í gær en þar sagði hún það slæmt ef ungur drengur í bænum þyrði ekki að mæta í skólann vegna eineltis. Fyrir mistök í klippingu datt fyrri hluti svars hennar út en þar sagði hún sína reynslu af grunnskólanum góða og að dætrum hennar liði þar vel.

„Skólinn leggur mikla áherslu á að byggja upp sjálfsmynd krakka og kennararnir eru samvinnugóðir. Ég sagði í gær að það væri hræðilegt ef drengnum liði illa. Það á auðvitað ekki að gerast. En það er ekki rétt að ekkert sé að gerast í skólanum," segir hún. Berglind segir umræðuna um bæinn jafnframt ósanngjarna.

„Þetta er ekkert verri bær þegar kemur að eineltismálum," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×