Innlent

Skandia hóf dýpkun í gær

herjólfur við landeyjahöfn Dælu-skipið Skandia hóf dýpkun í Landeyjahöfn seinnipartinn í gær.mynd/óskar p. Friðriksson
herjólfur við landeyjahöfn Dælu-skipið Skandia hóf dýpkun í Landeyjahöfn seinnipartinn í gær.mynd/óskar p. Friðriksson
Dæluskipið Skandia hóf dýpkun í Landeyjahöfn í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn mældi dýpt í höfninni og reyndist ölduhæð vera komin undir tvo metra, sem gerir dýpkun mögulega.

Sigmar Thorbjörn Jacobsen, skipstjóri Skandia, sagði í samtali við Eyjafréttir að ómögulegt væri að segja hversu langan tíma það tæki að opna höfnina eftir að dýpkun hæfist.

Veðurspá er hagstæð fyrir dýpkun Landeyjahafnar fram að helgi. Þá snýst vindáttin til suðurs, sem gæti orðið til þess að aðstæður yrðu á ný óhagstæðar fyrir siglingar um höfnina.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×