Innlent

Ástralski leikstjórinn aftur til Íslands

Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri.
Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri. Mynd/Stefán
Benedict Andrews, ástralski leikstjórinn sem leikstýrði sýningunni Lér konungur í Þjóðleikhúsinu, hefur tekið að sér leikstjórn á verkinu Makbeð, sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu árið 2013.

Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, tilkynnti þessar fyrirætlanir um endurkomu Andrews þegar hún tók við Grímuverðlaununum fyrir sýningu ársins, en það var Lér konungur sem hlaut verðlaunin í ár. Andrews hlaut einnig leikstjórnarverðlaun Grímunnar fyrir sýninguna en bæði Lér konungur og Makbeð eru verk eftir William Shakespeare.



Andrews hlaut á síðasta ári tvenn helstu leiklistarverðlaun Ástralíu fyrir sýningu byggða á leikritum Shakespeares um Rósastríðin hjá Sydney Theatre Company.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×