Innlent

Máli gegn fyrrverandi bankastjóra vísað frá

Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi forstjóri Landsbankans.
Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi forstjóri Landsbankans.
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem máli slitastjórnar Landsbankans á hendur Halldóri Jóni Kristjánssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var vísað frá dómi.



Slitastjórnin hafði stefnt Halldóri vegna 100 milljóna króna greiðslu Landsbankans í séreignalífeyrissjóð Halldórs sem greidd var þann 19. september 2008. Krafðist slitastjórnin þess að Halldór endurgreiddi fjárhæðina á þeirri forsendu að Landsbankinn hafi verið orðinn ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi.



Í úrskurði héraðsdóms var beiðni slitastjórnarinnar um dómkvaðningu matsmanna talin of seint fram komin auk þess sem hún var talin fela í sér viðleitni slitastjórnarinnar til að bæta úr óljósum málatilbúnaði í stefnu og fari það gegn meginreglum einkamálalaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×