Innlent

Kettirnir fá nú nóg að borða

Anna Kristine sendi út neyðarkall á þriðjudag vegna matarskorts í Kattholti.
Anna Kristine sendi út neyðarkall á þriðjudag vegna matarskorts í Kattholti.
Köttunum í Kattholti er tryggður nægur matur, þökk sé skjótum viðbrögðum kattavina og fyrirtækja eftir að allt stefndi í að kettirnir yrðu matarlausir.

Fyrirtækið Dýrheimar gaf Kattholti 300 kíló af mat til að koma í veg fyrir að kettirnir svelti, Ölgerðin gaf heilt bretti af mat og Dýrabær lét ekki sitt eftir liggja. Þá lagði fjöldi fólks inn á styrktarreikning Kattholts.

„Þessi matur kemur til með að duga okkur fram á haust,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands.

Hún sendi út neyðarkall á þriðjudag þar sem varla var til fóður fyrir kettina, en sem stendur dvelja um 60 óskilakettir í Kattholti. Hún er virkilega þakklát og er fegin að kettirnir hafa nú nægan mat.

Vefsíða Kattholts.


Tengdar fréttir

Matarskortur blasir við í Kattholti

"Oft hefur rekstur Kattholts verið erfiður, en sjaldan sem nú. Staðan er svo slæm að varla er til fóður fyrir óskilakisurnar og annað eftir því," segir Anna Kristine Magnúsdóttir, nýr formaður Kattavinafélags Íslands. Vegna þessarar bágu fjárhagsstöðu sendir Anna Kristine út neyðarkall til kattavina og óskar hún annað hvort eftir fóðri eða fjárstyrk. Sem stendur eru um 60 óskilakettur á Kattholti og maturinn brátt uppurinn. Hægt er að koma með fóður á Kattholt, Stangarhyl 2 í Árbæ. Þá er styrktarreikningur Kattholts 0113-26-000767, kennitala 550378-0199.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×