Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu 8. júní 2011 12:15 Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira