CCP undirritar stóran samning við Sony 8. júní 2011 00:01 Hilmar Veigar Pétursson Framkvæmdastjóri CCP kynnti samstarfið ásamt Jack Tretton, forstjóra Sony í Bandaríkjunum, í Los Angeles í fyrrinótt.Fréttablaðið/gva Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl
Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira