Ungur trommari í vinnu hjá Youtube 23. nóvember 2011 20:00 Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Sjá meira
Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Sjá meira