Innlent

Vill Landsvirkjun gangi inn í Hverahlíðarvirkjun

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson Mynd/Valli
Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra, vill að Landsvirkjun gangi inn í framkvæmdir Orkuveitunnar við Hverahlíðarvirkjun á Hellisheiði sem myndi liðka fyrir orkusölu til álvers í Helguvík.

Þetta segir Björgvin í pistli á Pressunni.

Framkvæmdir við Hellisheiði hafa tafist vegna fjárskorts Orkuveitunnar en fyrirtækið hefur þegar fjárfest fyrir um sjö milljarða króna við undirbúning hennar, en virkjunin var meðal þeirra sem átti að framleiða orku til álvers í Helguvík.

Björgvin segir í pistlinum að Landsvirkjun hafi alla burði til að ganga inn í þessi verkefni með kaupum á Hverahlíðarvirkjun og að það myndi liðka fyrir orkusölu til álversins. Björgvin segir að þess háttar aðkoma að verkefninu gæti skipt sköpum um framhald málsins.

Mjög brýnt sé að koma öflugum framkvæmdum af stað vegna atvinnustigsins og að Landsvirkjun eigi því að leita alla leiða til þess að koma að Helguvíkurverkefninu.

Það gæti hoggið á Helguvíkurhnútinn og tryggt framgang verkefnisins, segir þingmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×