Gott að vera á heimavelli 29. september 2011 08:30 MEð mikla reynslu Eyrún Ósk hefur ekki áður gert leikna kvikmynd en hefur unnið töluvert með áhugaleikfélögum og ungum krökkum. Hrafnar, sóleyjar og myrra er byggð á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson kvikmyndagerðarmann. Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira